Freyr - 01.10.1973, Blaðsíða 8
væla. Þar hefur orðið bylting, en til þess
að hægt sé að notfæra sér frystitæknina
þarf kunnáttu, ef hún á að koma að fullum
notum. Það er leitt til þess að vita hversu
handahófsleg vinnubrögð eru í þessum
efnum á mörgum heimilum.
í meðferð hreinsiefna þarf að hafa vak-
andi auga, og þar eru skólarnir vel á verði.
Alltaf koma ný og ný efni til fatagerðar
á markaðinn, og krefjast þau mismunandi
hreinsiaðferða. Það er blátt áfram þjóðar-
nauðsyn að rétt sé á málum haldið, því
miklir fjármunir fara í súginn daglega fyr-
ir sakir vankunnáttu. Það þarf ekki lengi
að skyggnast í kringum sig til að sjá eyði-
legginguna: Illa og rangt þvegnar peysur,
buxur, sem eyðilagðar eru í fyrsta þvotti,
að ég nú ekki tali um barnafatnaðinn, og
svona mætti lengi telja. Það er dýrt fyrir
heimilið ef húsmóðirin kann ekki til
verka!
Það liggur nokkurnveginn ljóst fyrir, að
húsmæðraskólarnir eru of margir í land-
inu. Það kemur sérstaklega fram um þess-
ar mundir, þegar ýmsar nýjar leiðir eru
að opnast í skólakerfinu, og fleiri tæki-
færi skapast fyrir þá aldursflokka, sem
einkum sækja þessa skóla. Þá vaknar sú
spurning, hvað eigi að gera við húsmæðra-
skólana.
Allir eiga skólarnir sér merkilega sögu,
er skráð verður sem samstæður þáttur hjá
kvenfélögum þessa lands, en í flestum til-
fellum hafa þau hrundið þeim af stað, og
ætíð stutt dyggilega við bakið á þeim. í
mörgum sýslum og bæjum þessa lands hef-
ur stafað ljóma af húsmæðraskólunum.
Þeir hafa verið hollir menningarreitir fyrir
ungar stúlkur, og haft heillavænleg áhrif
á umhverfi sín.
Hvað kemur í staðinn? Ég held að við
séum að komast í strand í öllu þessu kapp-
hlaupi. Við erum ráðvillt. Mér finnst sem
gengið sé á einstaklingseðlið, allir eiga að
vera steyptir í sama móti, og allir eiga að
glíma við sömu vandamálin, þótt eðlið og
upplagið sé gerólíkt. Unga konan þarf að
vinna úti af því að konan í næsta húsi
gerir það!
Maður tekur við nýjungum af hugrekki
og bjartsýni og ýtir frá sér gömlum verð-
mætum í þeirri von, að hið nýja boði betri
hag og fegurra líf. Við stöndum ótvírætt
á vegamótum, en við vitum ekki hver leið-
in liggur til hins betra heims, sem allir
þrá. En vonandi vísar áttavitinn okkur
rétta leið.
434
F R E Y R