Freyr - 01.10.1973, Page 15
ig er æskilegt að lítra mæling og þver-
málsmæling hrognanna fari fram á sama
tíma, því rúmtak hrognanna breytist á
þróunarskeiðinu, einkum þó við vatns-
hörðnun. Getur rúmmálið þá aukizt 10—
20%.
Klak og klakvatn
Algengast er að klekja út hrognum hér á
landi við 4°C vatnshita. Ástæðan er sú, að
þetta er hitastig flestra linda á íslandi, og
æskilegt er að nota lindarvatn við klak,
sökum hreinleika og hins jafna hitastigs.
Hrognadauði er ekki mikill við 4°C, en
klakið gengur fremur hægt fyrir sig, og
má reikna með því, að laxahrogn klekist
út á 450 gráðudögum eða 110—15 dögum
við það hitastig. Einn gráðudagur jafn-
gildir einum degi við 1°C vatnshita. Hins
vegar mætti klekja út á 50 dögum við 10°C,
sem er þó óeðlilega hár hiti fyrir Atlants-
hafslax.
Mjög lítið vatnsrennsli þarf til klaksins.
Sem dæmi má nefna að hægt er að klekja
út 1 milljón hrogna með 3 mínútu-lítrum.
Samt skal ekki sparað vatn að nauðsynja-
lausu. Ekki er ósanngjarnt að reikna með
einum mínútu-lítra á hverja klakskúffu.
Þannig yrði rennslið í klakstokk með 10
skúffum um 10 mínútu-lítrar. Vatnsrennsli
má heldur ekki vera of mikið, því þá geta
hrognin orðið fyrir hnjaski á viðkvæma
tímabilinu, sem getur valdið miklum
hrognadauða.
Umhirða hrognanna
Mjög strangar reglur gilda um meðferð
hrogna, og ber að hlýða þeim skilyrðis-
laust, ef vel á að vera. Leyfilegt er að
hreyfa hrognin fyrstu 2—3 dagana. Eftir
það þarf að gæta mestu varúðar í meðferð
þeirra fram að augnhrognastigi. Reynslan
í Eldisstöðinni í Kollafirði hefur þó sýnt,
að hrognin skaðast ekki, þó að klakskúff-
urnar séu hreyfðar á þessu viðkvæma stigi.
Ef skúffunum er lyft niðri í vatninu annan
hvern dag, losna hrognin hvert frá öðru,
sem kemur í veg fyrir að sveppamotta nái
að myndast, þótt eitthvað sé af dauðum
hrognum í skúffunni. Ef tínsla fer fram á
þessu tímabili, verður hún að ske með
hrognin niðri í vatninu, og gæta þarf þess
að snerta ekki lifandi hrogn.
Á augnhrognastiginu, sem kemur þegar
um það bil helmingur klaktímans er lið-
inn, má sjá móta fyrir tveimur dökkum
dílum, sem eru upphaf augna í fóstrinu. Á
þessu stigi hefur fósturhimnan breitt sig
alveg yfir kviðpokahimnuna, og eru því
hrognin ekki eins viðkvæm og áður. Þegar
hrognin hafa náð þessu stigi, eru þau hrist.
Hristun felst í því, að hrognin eru látin
verða fyrir hnjaski, svo að ófrjóvguð hrogn
verða hvít. Hægt er að gera þetta með því
að hræra í þeim með hendinni, en betra
er að dæla hrognunum með sogkrafti í
gegnum slöngu úr klakskúffunum í fötu
sem stendur á gólfinu. Síðan er hrognun-
um hellt aftur í klakskúffurnar. Rétt er
að benda á að hristun má aldrei fram-
kvæma á hrognum nema þeim sem komin
eru vel á augnhrognastigið.
Hrognatínsla
Á augnhrognastiginu eru öll dauð hrogn
tínd úr skúffunni. Þetta er oft gert með
sogkrafti gegnum glerpípu og mjóa slöngu.
Er glerpípan á þeim enda, sem tínt er með.
Soginu má stjórna með því að klemma
saman gúmmíslönguna með fingrum
vinstri handar, en nota hægri hendi við
tínsluna. Einnig má tína með þar til gerðri
málmpinsettu.
í sumum klakstöðvum fer engin hrogna-
tínsla fram, heldur eru hrognin böðuð dag-
lega með malakít-grænu, allt frá kreistingu
til útklakningar. Malakít-græna heldur
sveppagróðri í skefjum, en sveppagróður
er einn algengasti skaðvaldur í hrognum.
Ekki er hægt að mæla með þessari aðferð,
þar sem margir álíta, að of mikil malakít-
græna veiki hrognin. Varðandi notkun
malakít-grænu vísast til skýrslu frá Veiði-
F R E Y R
441