Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1973, Síða 17

Freyr - 01.10.1973, Síða 17
fjöldamörgum götum. Endahólfin tvö eru miklu minni, enda aðeins ætluð sem ís- geymslur. í miðhólfið eru látnar hrogna- skúffur hver ofan á aðra, með mátulegu magni af hrognum í hverri. Þessar skúffur verða að passa nokkurn veginn í miðhólfið svo þær hreyfist ekki meðan á flutningi stendur. Efsta skúffan í miðhólfinu er fyllt með ísmulningi eins og hliðarhólfin; síðan er lokið neglt á. ísinn í sendingunni þjónar tvennum tilgangi. Annars vegar til að kæla hrognin, hins vegar til að halda þeim rök- um um leið og ísinn bráðnar. Síðastliðið ár sendi Eldisstöðin í Kollafirði frá sér hrogn í 50 lítra plastílátum, sem reyndust mjög vel. Voru hrognin lögð á grisjur, sem saumaðar voru á plasthringa, sem pössuðu í ílátið. Efstu hringirnir voru stærstir en minnkuðu eftir því sem neðar dró. í hvert ílát komust um 6 lítrar af hrognum eða um 50.000 hrogn. Efst í fötunni var haft lag af ísmulningi. Nánari upplýsingar um þennan útbúnað má fá á Veiðimálastofn- uninni eða í Eldisstöðinni í Kollafirði. Ekki er hægt að leggja of ríka áherslu á það, að öllum hrognaflutningum verður að vera lokið a. m. k. tveimur vikum áður en hrognin klekjast út. Ef hrognin eru hreyfð síðustu vikuna, má búast við klaki fyrir tímann. Klakkörfur og skápar Algengast er að nota klakkörfur við klak eldisfiska á íslandi. Þetta eru trékassar með koparneti í botni, sem málað er með asphalt lakki. Þeim er komið fyrir í klak- stokkum, sem eru 15 cm djúpir og 35 cm breiðir. Klakstokkunum er skipt niður í hólf með álplötum. Eru plöturnar tvær og látnar þannig að vatnið rennur yfir aðra plötuna, sem nær niður í botn, en undir hina, sem ekki nær til botns og er nær körfunni ástreymis. Plöturnar valda því að vatnið vellur alltaf upp í gegnum botn körfunnar og út nálægt yfirborðinu yfir að næstu körfu. Á síðari árum hafa komið á markaðinn klakstokkar og klakskúffur úr plasti. Þessi útbúnaður, sem er innfluttur og því fremur dýr, virkar í grundvallaratriðum eins og tréstokkarnir. Oft eru klakkörfurnar hafðar þannig að kviðpokaseiðin falla niður í gegnum netið á körfunni um leið og þau klekjast út. Þykir þetta mjög hentugt, þar sem seiðin eru þannig komin í dimmt umhverfi, sem hentar þeim mjög vel og gerir alla umhirðu hrognanna auðveldari. Klakskápar hafa rutt sér til rúms víða í heiminum á síðasta áratug. Eldisstöðin í Kollafirði hefur notað slíka skápa og fer lýsing á þeim hér á eftir. Klakskápar hafa ýmsa kosti fram yfir klakstokkana. Til dæmis fer mikið minna fyrir hrognunum, þar eð þeim er raðað í skúffur, hverri upp af annarri. Auðvelt er að baða hrognin til varnar gegn sveppum, og þar af leiðandi þarf ekki að tína hrognin, þótt það sé víða gert. Þar eð minna vatn þarf til klaksins í skápunum, er auðvelt að hafa stjórn á hitastigi vatnsins. Undirstaðan undir starf- semi skápanna er hin sama og í stokkun- um; þannig rennur vatnið niður í annan enda ytri skúffunnar, sem er úr áli, vellur síðan upp í gegnum netbotn á trékassa, sem er innan í álskúffunni. Vatnið rennur síðan út um endann á trékassanum og út úr álskúffunni að ofanverðu niður í næstu skúffu fyrir neðan. Heath-Tecna fyrirtæk- ið í Bandaríkjunum framleiðir slíka skápa úr trefjaplasti og hafa þeir reynst vel. Hrognin klekjast út í klakskápnum og kviðpokaseiðin eru í skúffunum, unz þau fara að taka til sín fæðu. Þá eru þau flutt í eldisker eða hugsanlega klakstokka, þar sem fóðrun byrjar. í Eldisstöð ríkisins í Kollafirði hafa bæði verið notaðir skápar og klakstokkar. Reynslan hefur sýnt að vænta má betri árangurs í klakstokkunum. Auðveldara er F R E Y R 443

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.