Freyr - 01.10.1973, Blaðsíða 18
Eldi laxfiska er viðfangsefni, sem margir hugleiða
um þessar mundir. Hér eru Sveinn Jónsson á
Egilsstöðum, Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri og
Gísli Kristjánsson, ritstjóri, að virða fyrir sér laxa-
seiði í Eldisstöðinni í Kollafirði.
að fylgjast með þeim og tína úr dauð
hrogn þegar þau stjást. Einnig má hreyfa
skúffurnar lítillega á nokkra daga fresti
til að losna við leir, sem stundum sezt á
hrognin og einnig til að losa hrognin hvert
frá öðru.
Leggja verður mikla áherzlu á það að
hrogn eru viðkvæm fyrir ýmsum efnum
og málmum, svo sem eir og zinki. Ber því
að forðast zink og eirhúðaða málma í klak-
skúffum og skápum eða mála þá með sér-
stöku óuppleysanlegu lakki (asphalt lakk
— special grade). Einnig ber að forðast
galvaniseraðar pípur og eirhúðaða krana.
Yfirlit um meðferð
Hér fer á eftir yfirlit um meðferð hrogna
á hinum ýmsu þróunarstigum:
1. Við kreistingu — meðhöndluð.
2. Meðan á vatnshörðnun stendur (1 klst.)
— ekki meðhöndluð.
3. I 3 sólarhringa eftir vatnshörðnun —
meðhöndluð.
4. Á augnhrognastigi — hrist og með-
höndluð.
5. Viku fyrir klak — meðhöndlun hætt.
Heimildarrit
Davis H. S. 1965. Culture and Diseases of Game
Fishes, Univ. of Cal. press 332 S.
Leitritz Earl 1959. Trout and Salmon Culture.
Cal. Fish. Game Fish. Bull. No. 107, 169 S.
Rasmussen C. J. 1967. Handbog i Örredopdræt.
Rhodos Int. S'ci. Publ. Copenhagen.
Persónulegar upplýsingar.
444
F R E Y R