Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.1973, Side 20

Freyr - 01.10.1973, Side 20
Kálfarnir nærast af móðurmjólk. Ljósm.: Lars Áby. unum, og í annan stað til þess að þau meiði ekki hvort annað. Þó að sauðnaut séu að jafnaði rólynd og þæg, þá vill það til, sér- staklega um fengitímann, að nautin verða skapill. En jafnvel góðlyndis slagur með hornóttum haus getur verið hættulegur þeim, sem fyrir honum verður. Horn sauð- nautanna skaga mjög út og eru þar að auki hvöss. Hyrndar skepnur geta því auð- veldlega skaðað hvor aðra þegar þær ryðj- ast að garða, eða þegar þær eru margar saman í rétt. Þó er sá galli á þessu, að afhornun veikir hauskúpuna að nokkru, og þetta hefur leitt af sér dauða nokkurra tarfa. Um fengitímann stangast bolarnir, og nokkrir hornlausir tarfar hafa meiðst á þann hátt, meinsemd komist í sárin, sem hefur leitt til dauða. í öðrum tilfellum hafa langvinnar og kostnaðarsamar læknisað- gerðir komið til. Nýlega hefur sá siður verið tekinn upp að láta hornin gróa eðli- lega en saga aðeins af þeim hvössustu broddana annað slagið. Þannig eru grip- irnir síður hættulegir, en hauskúpan er ekki skemmd. Ef þetta tekst vel sem líklegt er, verður þetta ráð haft að staðaldri. Bar- dagar nautanna um fengitímann voru sér- legt vandamál í upphafi tilraunastöðvanna, vegna þess að mjög fá naut voru þá gelt. Þetta stafaði af því, að ekki var þá ljóst hvaða nautkálfar kynnu að hafa beztu undaneldishæfileikana. Á síðari árum, eftir meiri reynslu, hefur það skilizt betur, eftir hverju þarf að líta á vexti og fari naut- kálfanna til þess að velja þá beztu til und- aneldis. Þar af leiðandi er nú farið að gelda um 90% nautkálfanna þegar þeir eru níu til tíu mánaða gamlir. Geldingarnar hafa lítil áhrif á stærð og þunga gripanna, en gera þá mun þægilegri viðfangs um fengitímann. * * * Sú hætta, sem sauðnautum kann að stafa af veikindum, er þýðingarmikill þáttur ef þau eiga að verða búfénaður í stórum stíl. Yfirleitt er óhætt að segja, að sauðnaut hafa litla náttúrlega mótstöðu gegn mörg- um sjúkdómum nautgripa og sauðfjár. Hinsvegar bregðast þau vel við flestum sjúkdómsaðgerðum og læknislyfjum, sem notuð eru gegn búfjárkvillum. Sú hætta, að innflutningur dýra leiði af sér óviljandi innflutning nýrra sníkjudýra, er atriði, sem vel þarf að athuga því íslendingar hafa slæma reynslu af þessu. Það er samt lítil ástæða til þess að óttast, að þetta mundi koma fyrir við innflutning sauð- nauta til landsins. Náttúrleg heimkynni sauðnautanna eru mjög harðbalaleg, og það svo, að mörg sníkjudýr húsdýra geta ekki þrifist þar. Tafla 2 sýnir sum af þeim sníkjudýrum, sem fundist hafa í villtum sauðnautum frá ýmsum löndum. Það er eftirtektarvert, að grænlenzk sauðnaut virðast hafa færri sníkjudýr en önnur. Þetta kann þó að stafa af einhverju leyti af því, að færri athuganir hafa verið gerðar á þeim. Sníkjudýr sauðnautanna mundu geta borizt til sauðfjár og naut- gripa, en þessar húsdýrategundir hafa sterka náttúrlega mótstöðu gegn þeim. Hið þýðingarmesta atriði hér er það, að ekki er vitað til að sauðnaut hafi haft neins- konar ný sníkjudýr eða pestir, sem núver- andi kvikfj árstofnar hafa ekki þegar komið í snertingu við, og hafa þar af leiðandi 446 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.