Freyr - 01.10.1973, Síða 33
Framh. af bls. 155.
mjólka mikið almanaksárið 1971. Hún ber
s. h. desember árið áður eftir góða hvíld
og færir svo burð til byrjun maímánaðar
árið eftir. Hins vegar hefur hún verið afar
tímasæl til þess tíma, ber alltaf í sama
mánuði fyrstu 6 árin. Skeiða hefur á 8,7
árum mjólkað að meðaltali á ári 4522 kg
með 4,61% mjólkurfitu, sem svarar til 20846
fe, og hefur 4 ár verið í hópi 20 þús. fe
kúa. Hún er frá Skeiði. Var faðir hennar
Ægir N63 hjá S.N.E. Þessi mikla afurðakýr
hefur stórgallaða malabyggingu, en hlaut
ágætan útlitsdóm að öðru leyti á sýningu
1972.
Miðað við mjólkurmagn var hæst Grána
9, Alfreðs Jónssonar, Reykjarhóli í Fljót-
um, með 8190 kg, en hún hafði lága fitu,
3,44%. Þessi ársnyt Gránu er einnig lands-
met, en eldra metið átti Skrauta 12, Bakka
í Öxnadal, 7998 kg (1965). Þær Skeiða 19
og Grána 9, sem íslandsmetin settu nú í
afurðasemi, eru hálfsystur, báðar dætur
Ægis N63, sem var á sæðingarstöðinni á
Lundi við Akureyri. Alls mjólkuðu 16 kýr
7000 kg á árinu og 31 yfir 30000 fituein-
ingar. Allar 7000 kg kýrnar mjólkuðu yfir
27000 fe.
Af þeim 1829 kúm, sem mjólkuðu yfir
20 þús. fe á árinu, voru 1709 fullmjólkandi
(eða heilsárs kýr í vélskýrsluhaldi), en
hinar 120 voru ekki allt árið á skýrslu, en
tala fullmjólkandi kúa í félögunum var
9328. Hlutfallslega hefur tala 20 þús. fe kúa
hundraðfaldazt á tiltölulega skömmum
tíma. Nú er 5.—6. hver fullmjólkandi kýr
í þessum afurðaflokki, en fyrir tveimur
áratugum aðeins tvær af hverjum þúsund.
Þannig voru 20 þús. fe kýr árið 1951 aðeins
13 talsins.
Skeiða 19, Koti, Svarfaðardal,
setti á árinu íslandsmet í árs-
afurðum.
F R E Y R
459