Freyr - 01.10.1973, Síða 35
Búfé og fóður 1970 - 1972
Þær eru bæði fróðlegar og til margra þarfa nauð-
synlegar skýrslurnar, sem Hagstofa íslands sendir
frá sér í Hagtíðindum. Meðal þeirra er skýrslan
yfir búfé og fóðuröflun hvers árs. Hún er gerð
eftir skýrslum forðagæzlumanna, en þeir vinna á
vegum sveitarstjórna að talningu búfjár og mæl-
ingu fóðurforða árlega.
Á opnunni hér á eftir birtist skýrslan fyrir árið
1972, samkvæmt talningu og mælingu snemma á
síðasta vetri og þar eru einnig tölurnar yfir hlið-
stæða hluti frá árunum 1971 og 1970.
Á yfirlitinu má sjá, að á árinu 1972 hefur búfé
fjölgað verulega frá árinu áður, nautpeningi um
nálægt 6000, sauðfé rúmlega 42 þúsund og hrossum
um 2500. Af töflunni má lesa tölurnar frá ári til
árs.
Magn þurrheys var á árinu 1972 um 500.000 m’
meira en árið áður, votheysmagnið um 15% meira
en 1971, en útheysmagnið aðeins um 20.000 rúm-
metrar eða að fóðurgildi aðeins brot úr % af öllu
heimaöfluðu fóðri.
Þess ber að geta hér, að þótt rúmmetrafjöldi
þurrheys væri verulega meiri 1972 en árið áður
(um 14%) var fóðurgildi þess miklu minna en 1971
í vissum landshlutum, er aftur hefur þau áhrif,
að reiknað fóðurgildi 1971 og 1972 hefur ekki verið
mismikið samanlagt.
Sé litið á þessi tvö ár og fundinn samnefnari
fyrir allt fóðrið, — en það er fóðureiningin — fer
varla fjarri að þetta magn hafi verið:
F.E. í m3 F.E. í mJ
1971 1972
Þurrhey 55 50
Úthey 45 40
Vothey 100 100
Þegar svo teningsmetratalan er margfölduð með
þessum gildum og útkomurnar lagðar saman fyrir
hvort árið, verður heildartalan sú, að á árinu 1972
hafi fóðurfengurinn numið 185,5 milljónum F.E. en
184,9 árið áður. Með öðrum orðum, munurinn var
lítill en rúmmálið þó miklu meira 1972 en árið
áður. Óþurrkarnir á Suður- og Suðvesturlandi
sumarið 1972 áttu sök á næsta takmörkuðu fóður-
gildi. Mismunur milli ára var í þeim efnum miklu
minni norðan og austan lands.
BÆWUR!
Vér útvegum fró
LEROY - SOMER í Frakklandi,
traktorknúðar vararafstöðvar
Stœrðir:
10 kvA fyrir 30 ha traktora
15 kvA fyrir 45 ha traktora
20 kvA fyrir 50 ha traktora
ÓÐINN s.f.
Keflavík
Símar 92 25 30 og 92 23 33
461
L