Freyr - 01.10.1973, Síða 39
HULDA Á. STEFÁNSDÓTTIR
Halldóra Bjarnadótlir
100 óra
Aldrei hefur það skeð fyrr en nú og hvenær
verður það næst, sem heiðursfélagi Búnað-
arfé’ags íslands verður 100 ára? Halldóra
Bjarnadóttir er þar fyrst, af því tilefni er
hér varið meira rúmi en venja er þegar
greint er frá ævistarfi einstaklings. Ritstj.
Það var skýrt frá því í blöðunum, um jólin s. 1.
vetur, að Halldóra okkar Bjarnadóttir lifði nú
hundruðustu jólin sín. Margir ráku upp stór augu,
og efuðust um að það gæti verið satt. Hún Halldóra,
sem sífellt var að skrifa í blöðin og senda ungum
og gömlum hvatningarorð, full af velvilja og hug-
sjónaeldi. Konan, sem um langan aldur hefur
barizt fyrir málefnum heimilanna og húsmæðr-
anna í Iandinu og reynt að opna augu allra lands-
manna fyrir mikilvægi heimilisins, þessa smáríkis
í ríkinu, sem hún telur grundvöll þjóðfélagsins.
Hún bendir oft á, að gott heimili sé sá bezti sjóður,
sem hver tími skilar af sér sem arfi til framtíðar-
innar. „Rótarslitinn visnar vísir“. I>ví er nauðsyn-
legt, segir Halldóra, að gera allt sem í okkar valdi
stendur til að tengja kynslóðirnar sem traustustum
böndum, svo sem minnst fari úr skorðum: Ríka
áherzlu hefur hún lagt á að viðhalda glóðinni á
arni gömlu heimilanna. Taka verði öskuna og skara
í eldinn svo birtan af honum lýsi okkur meðan
við fetum inn í nútíð og framtíð og geri okkur
kleift að greina kjarnann frá hisminu í hvert sinn,
er að því kemur að velja og hafna.
Uppruni.
Þó að við eigum bágt með að trúa verður því ekki
á móti mælt, að þessi merkilega kona er 100 ára
nú um miðjan október. Fullyrt er að hún sé fædd
að Ási í Vatnsdal, A.-Hún. þ. 14. október 1873.
Foreldrar hennar voru Björg Jónsdóttir frá Háa-
gerði á Skagaströnd, góð kona og merk, og Bjarni
Jónasson, bónda í Ási Guðmundssonar.
A landnámsjörðinni Hofi man Halldóra fyrst
eftir sér og við þann stað eru flestar bernsku-
minningar bundnar. Hún ann heimili sínu og sveit-
inni allri. Veturinn 1882—’83 er kvennaskóli Hún-
vetninga á Hofi, henni leikur forvitni á að fylgjast
með því, sem fram fer í skólanum og lærdóms-
Iöngun hennar er vakin. I skólanum á Hofi tekur
hún fyrstu nálsporin, saumar litla mynd með skóla-
stúlkunum, þá 9 ára. Vorið, sem skóla er slitið á
Hofi, yfirgefur hún með trega dalinn sinn og fer
með móður sinni til Reykjavíkur.
Menntabrautin.
í höfuðstaðnum gengur hún í Barnaskóla Reykja-
víkur og lýkur þaðan prófi með Iofi. Eftir það fær
hún tímakennslu og 17 ára gerist hún heimilis-
kennari eða farkennari norður í landi. Hún kenndi
ekki einungis börnunum á bæjunum, heldur vinnu-
fólkinu líka. Eftir 5 ára farkennslu fór Ilalldóra
F R E Y R
465