Freyr

Volume

Freyr - 01.10.1973, Page 41

Freyr - 01.10.1973, Page 41
Sýningarskáparnir í BændahöIIinni tjá vcigamikiinn Jiátt úr ævistarfi Halldóru. fjögur stórmál á dagskrá stofnfundarins: U p p - eldismál, heilbrigðismál, heimilisiðn- aður og garðrækt. Öll þessi mál varðaði heim- ilin, og þurftu að fara saman, segir hún, ef byggja skal traust og þjóðleg heimili. Allt voru þetta hjartans mál Halldóru og enn þann dag í dag jafn fersk eins og þegar hún byrjaði að kalla íslenzkar konur til samstarfs fyrir rúmum 60 árum. Á Akureyri var Halldóra kosin í bæjarstjórn og skólanefnd. Skorað var á hana að bjóða sig fram til Alþingis, cn hún mátti ekki vera að því, enda erfitt fyrir að skipa sér í ákveðinn flokk, til þess var hún of víðsýn. Um Akureyri hefur hún annars sagt: „Mér liggur við að fullyrða, að enginn jafn- lítill bær á jörðinni, hafi átt svo miklu mann- vali karla og kvenna á að skipa, eða haft á sér jafnmikinn menningarbrag og Akureyri, á þessum árum“. Ársritið „Hlín“. Haustið 1917 sendi Halldóra frá sér HLÍN, sem ársrit Sambandsfélags Norðlenzkra Kvenna. Komu út 44 árgangar af Hlín. Halldóra var ritstjóri öll árin. Hún átti miklum vinsældum að fagna um allar byggðir Iandsins, og einnig meðal Vestur- íslenzkra kvenna. Ég man hvað við sveitakonurnar fögnuðum Hlín á haustin, þegar hún kom til okkar með hlýjar kveðjur frá ritstjóranum og athyglis- vert lestrarefni, er veitti okkur birtu og yl, eftir erfið sláturstörf, um það leyti er skammdegið skall á. Enn er eitt ótalið, sem hafði mikla þýðingu fyrir konurnar í dreifbýlinu, það voru heimsóknir hennar og bréfaviðskipti. Mér er enn í minni hvað bréfin hennar voru elskuleg og það sem merki- legast var, þau komu alltaf þegar mest var þörfin og vöktu nýjar vonir og trú á sigur hins góða. Kennari við Kennaraskólann. Sumarið 1922 fékk Halldóra tilboð frá kennara- skólanum um að koma suður og kenna handavinnu í skólanum. Þar hljóp á snærið. Nú gat hún náð til ungu kennaranna, sem tvístruðust út um allt land, það hlaut að hafa mikil áhrif. Um haustið flutti hún alfarin frá Akureyri. Nú var það handa- vinnan, sem tók hug hennar. Hún fékk ágæta nemendur og brátt fjölgaði skólunum, sem höfðu handavinnu á tímaskrá. Vesturför. Vorið 1937 fór Halldóra vestur um haf, í boði Þjóðræknisfélags fslendinga vestanhafs og kvenna- sambandsins. Hún var beðin að hafa sýningarmuni meðferðis. Alls hafði hún 50 sýningar víðsvegar í F R E Y R 467

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.