Freyr - 01.10.1973, Side 46
M°L AR
AOalfundur
Stéttarsambands bænda var háður á Núpi í Dýra-
firði 31. ágúst og 1. sept. Frá fundinum verður
sagt í næsta hefti FREYs. Þess má geta hér, að
aldrei fyrr hafa svo margar konur mætt sem gestir
aðalfundar sem í þetta sinn.
Metdilkar
Ásgeir Þ. Ólafsson, dýralæknir, hefur tjáð FREY,
að haustið 1971 hafi komið í sláturhús í Borgarnesi
sérlega vænir dilkar sem hér segir:
Tvílembingar frá Tröðum í Hraunhreppi með
26,2 og 28,2 kg föll, eða 54,4 kg samtals. Móðirin
var 6 vetra og hafði í upphafi verið heimaalningur.
Frá Þórgautsstöðum kom þá einnig dilkur, ein-
lembingur, með 35 9 kg fall. Hann var borinn í
heiminn 20. apríl. Móðir hans hafði einnig verið
heimagangur.
Holdagripafjós
líklega hið stærsta um Norðurlönd, hefur bóndi
nokkur við Hobro á Jótlandi verið að byggja og
er það að komast í notkun. Það er 137 m á lengd
og breidd þess er 23 metrar. Sperrur þess eru úr
stáli en þakið álplötur. Rimlagólf er í fjósinu og
vatnsskolun flytur mykjuna út. Svo er sagt, að
fjósið kosti um eina milljón danskra króna (15—16
millj. íslenzkar) en þar er líka gert ráð fyrir að
selja afurðir árlega fyrir þrisvar — fjórum sinnum
stofnkostnaðinn.
í fjósinu geta verið 600—700 gripir — eftir stærð
þeirra misjafnlega margir. Fóðrun og brynning er
að mestu framkvæmt með sjá’fvirkri tækni. Bónd-
inn hefur til fóðrunar á komandi vetri keypt 350
tonn grasköggla á SHELL-búi því, sem um var
getið í septemberhefti FREYs í ár. Ætlunin er að
þurfa ekki að fóðra á sunnudögum.
Nýfæddur kálfur
þarf nauðsynlega að fá að sjúga móður sína fyrsta
sólarhringinn eða að fá broddmjólk hennar úr pela
ef hann vill ekki sjúga. Ástæðan er sú, að í fyrstu
broddmjóikinni er mjög mikið af efni því, sem
heitir gammaglobulin, en því fylgir mikið
af varnarefnum þeim, sem finnast í blóði kýr-
innar og verða að komasi. í meltingarfæri kálfs-
ins til þess að færast yfir í blóð hans, en það getur
aðeins skeð fyrsta sólarhringinn, sem hann lifir.
Hversvegna er ekki vitað, og hitt er ekki heldur
vitað hvernig því víkur við, að gammaglóbulínið
kemst ekki með blóðrás móðurinnar til fóstursins
um meðgöngutímann, en svona er það.
Kjötneyzla í heiminum
er talin ört vaxandi, meðfram vegna þverrandi
fisks á markaði. Einnig er efnahagur víða batn-
andi svo að fó'k hefur efni á að kaupa kjöt, en
próteinskortur hefur ríkt víða og gerir það raunar
enn. Sem dæmi um aukna neyzlu kjöts í Evrópu
er betnt á Italíu. Þar var árleg kjötneyzla á mann
33,5 kg fyrir 10 árum, en er nú 55,5 kg. í Sviss og
Bretlandi er kjötneyzla 73 kg, í Belgíu 80 kg og í
Frakklandi 95 kg á mann árlega, að meðaltali.
Líklega borðum við íslendingar ekki nema svo
sem 70—80 kg á mann um árið, en við neytum Hka
fisks í ríkum mæli.
Hvert er rcrunverulegt ver8 dráttarvéla?
Fjárfesting hvers bónda nemur hárri upp-
hæð. Hún skiptir milljónum króna, þótt ein-
ungis sé lítill hluti þeirrar upphæSar viðuf-
kenndur á verðlagsgrundvelli. Miklu skiptir
því, að fjárfestingarfé sé vel varið. Hygginn
bóndi velur þær vélar og þau tæki, sem
endanlega skila húi hans mestum arði. Upp-
haflegt kaupverð dráttarvélar er t.d. einung-
is einn þáttur þess, sem hyggja þarf að við
val hennar. Væntanleg ending er annar. Við-
haldskostnaður þriðji. Rekstraröryggi vélar-
innar byggist bæði á því hve vönduð drátt-
arvélin er og hve góða varahlutaþjónustu
umboðsmenn bjóða. Rekstraröryggi er e. t. v.
fjórði þátturinn. Sá fimmti, sem nefna má,
er notagildi vegna tæknilegs búnaðar. Sjötti
þátturinn er væntanlegt endursöluverð vél-
arinnar. Sé það hátt, auðveldar það bóndan-
um leikinn næst þegar hann vill endurnýja.
Þættirnir eru fleiri og hverjum hagsýnum
bónda vel Ijósir. Þeir eru einnig vel ljósir
framleiðendum Massey Ferguson dráttarvél-
anna. Þessir þættir og aðrir af sama toga
móta gerð vélanna. Hinn mikli fjöldi þeirra
á íslandi ber vott um hagsýni íslenzkra
bænda. SJÁ FORSÍÐU
472
F R E Y R