Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1976, Síða 26

Freyr - 01.02.1976, Síða 26
með reglum um hámarks- og lágmarks- fyrningu. Þegar ákveðin hefur verið árleg fyrninga- prósenta, má ekki breyta henni. í því dæmi, sem hér er sýnt, eru bygg- ingar fyrntar um 4% (í 25 ár) nema stál- grindahlaða um 5% (í 20 ár), en vélar eru allar fyrntar um 10%. Þar sem rörmjaltakerfið og mjólkurtank- urinn eru ekki tekin í notkun fyrr en í júlí, er aðeins hálf fyrning notuð þetta árið. Ein vélin er iögð niður og því fyrnt að fullu. Óbein fyrning. Margir bændur hafa ekki notað þessa heim- ild, en skattstjórar hafa í sumum tilfellum reiknað hana út fyrir bændur til þessa. í dæmi því, sem hér fylgir, er óbein fyrning alls 158.375 kr., þar af vegna bygginga og ræktunar 101.765 kr. og vegna véla 56.610 kr. Reglan er þessi. Fyrningu útihúsa og ræktunar má hækka um 36% þetta árið og fyrningu véla má hækka um 45%. Óbeina fyrningu má ekki reikna af flýtifyrningu og endurmati. Flýtifyrning. Til viðbótar þeirri föstu fyrningu, er rætt hefur verið um hér að framan, er hægt að flýta fyrningu. Bændur ráða því sjálfir, hvort eða hvenær þeir nota sér þessa heimild. Þessi fyrning má hæst vera 30% af kostn- aðarverði og dreifast á minnst 5 ár. Dæmi:Ef bygging kostar 2 milljónir, má flýtifyrna 30%, þ.e.a.s. 600 þúsund kr., en ekki má fyrna meira en 120 þúsund á einu ári (þ.e.a.s. 1/5). Á fyrningaskýrslunni, sem hér er sýnd, eru tvær gamlar byggingar flýtifyrntar, þar sem fyrirsjáanlegt er, að þær verða ekki notaðar í 20 ár til viðbótar. Ég vil leggja áherslu á það, að bændur geri sér grein fyrir því, hvort það borgar sig að flýtifyrna, því ekki má hækka flýti- fyrningu með verðhækkunarstuðli. Ekki skal flýtifyrna nema tekjuskattur verði verulega hár. Sjá grein um álagningu tekjuskatts. Fyrning nýrra eigna. í sumum tilfellum er vafamál, hvort tæki skal fyrnt eða kaupverð fært sem kostnað- ur á því ári, sem tækið er keypt. Hafa skal í huga, að vinna við gerð fyrningaskýrslu er töluverð, og tæki, sem ekki eru mjög dýr, er varla ástæða til að færa í fyrninga- skýrslu. a) Ræktun. Fyrna má ræktun eftir fasteignamati eða ræktunarkostnaði. Þar sem millimat er mið- að við ræktunarkostnað, þegar síðasta fast- eignamat var framkvæmt, er augljóst, að ræktunarkostnaður er nú margfalt hærri. Ræktunarkostnaður á hektara er áætlaður fyrir árið 1975, að frádregnum ríkisframlög- um, 90 þúsund kr./ha í mýrlendi en 80 þúsund kr./ha í mólendi og 50 þúsund kr./ ha á sandi. (Sjá Handbók bænda). Ræktun- arkostnaður er að sjálfsögðu breytilegur hjá einstökum bændum. Innifalið í ræktun- arkostnaði er kostnaður við girðingar og skurðgröft, að frádregnum ríkisframlögum. Ríkisframlag til bænda fyrir árið 1975 er á ha í mýrlendi 44.983 kr., en í þurrlendi 32.131 kr. og 32 kr. á lengdarmeter í girð- ingu. b) Útihús. Velja má um það, hvort útihús eru fyrnt af kostnaðarverði eða fasteignamati. Á því leikur lítill vafi, að hærri fyrning næst með því að nota kostnaðarverð. Eigin vinna við byggingu útihúsa er skattskyld á því ári, sem hún er unnin. Að sjálfsögðu verður að hafa fylgiskjöl fyrir kostnaði, um leið og húsbyggingaskýrsla er gerð. Framlög skal draga frá byggingarkostnaði, áður en bygg- ingin er færð á fyrningaskýrslu. Eins og að framan greinir má fyrna steinsteypt útihús á 25—50 árum. Útihús úr timbri eða stál- grindahús má fyrna á skemmri tíma eða 12,5—25 árum (8—4%). Gróðurhús má fyrna á 10—12 árum. 54 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.