Freyr

Volume

Freyr - 15.05.1977, Page 10

Freyr - 15.05.1977, Page 10
ar, sem reynsla er af, að séu mjög góðir við íslenskar aðstæður. í öðrum flokki, reyndir stofnar, eru stofnar, sem hér hafa verið reyndir en skara ekki fram úr á neinn hátt. Yfirleitt eru þessir stofnar það skásta, sem völ er á af viðkomandi tegund. Stund- um hafa fræinnflytjendur ekki fengið það besta eða ekki nægilega mikið fræ af bestu stofnum og verða þá að grípa til þess, sem lakara er talið en samt vel brúklegt. í þriðja flokki, óreyndir stofnar, eru stofnar, sem ekki hafa verið reyndir hér enn. Sumir eru nýir stofnar, sem lofa góðu. Þeir hafa verið reyndir erlendis og verið þar sambærilegir við gamla og góða stofna. En hinu er ekki að leyna, að óreyndu stofnarnir geta brugð- ist til beggja vona og nokkur áhætta fylgir notkun þeirra hér. TÚNJURTIR. Úrvalsstofnar: Korpa (íslenskur), Engmo (norskur). Óreyndur stofn: Topas Ötofte (danskur). Vallarfoxgras (Phleum pratense). Vallarfoxgras er eitt af algengustu túngrös- um á íslandi. Það er uppskerumikið og lostætt sláttugras. Ef vel er farið með tún, endist vallarfoxgras í því lengi, jafnvel í áratugi. Vallarfoxgras. Túnvingull (Festuca rubra). Nægjusöm jurt, sem þrífst við misjöfn skil- yrði. Túnvingull hefur reynst vel til að græða upp aura og sanda. Hann þolir vel traðk. Túnvingull getur gefið mikla og næringar- ríka uppskeru, en skepnur virðast ekki mjög sólgnar í hann. Ekki hefur enn fundist 330 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.