Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.05.1977, Qupperneq 11

Freyr - 15.05.1977, Qupperneq 11
stofn af túnvingli, sem skarað hefur fram úr öðrum. Reyndir stofnar: Rubina Roskilde (dansk- ur), Dasas (danskur), Echo Dæhnfeldt (danskur). Óreyndur stofn: Taca Trifolium (danskur). Vallarsveifgras (Poa pratensis). Vallarsveifgras er harðger og lostæt beitar- jurt, sem er einnig dágott sláttugras. Gefur lystugt og næringarríkt hey. í blöndu með vallarfoxgrasi er vallarfoxgras meginuppi- staða uppskerunnar í 1. slætti en vallar- sveifgrasið gefur hána. Úrvalsstofn: Fylking (sænskur). Reyndir stofnar: Arina Dasas (danskur). Delft (hollenskur). Háliðagras (Alopecurus pratensis). Háliðagras er harðger slægjujurt og þolir beit allvel. Það vex fyrr en flestar aðrar grastegundir og er hálftrénað, þegar hæfi- legt er að slá önnur grös. Úrvalsstofn: Oregon (kanadiskur). Hávingull (Festuca elatior). Lítt þolin, hávaxin jurt. Kemur vart til greina að nota hann annars staðar en sunnan lands, þar sem sprettutími er lengstur. Reyndur stofn: Pajbjerg (danskur). Hásveifgras (Poa trivialis). Lítt þolin, hávaxin jurt, sem má segja það sama um og hávingul. Reyndur stofn: Dasas (danskur). Vallarrýgresi (Lolium perenne). Getur lifað af góðan vetur hér og gefur þá góða uppskeru á öðru sumri. Er fljótt til að vori. Óreyndur stofn: Verna Pajbjerg (dansk- ur). Skriðlíngresi (Agrostis stolonifera). Skriðlíngresi vex vel í fremur rökum jarð- vegi. Margir erlendir stofnar hafa verið reyndir hér en enginn reynst vel. Hvítsmári (Trifolium repens). Góð beitarjurt, en í túnum endist hann lítið vegna yfirgangs grasa. Á óábornu landi er hann hins vegar í essinu sínu. Óreyndur stofn: Milka Pajbjerg (danskur). GRÆNFÓÐURJURTIR. Hafrar (Avena sativa). Hafrar eru árvissir og uppskerumiklir til grænfóðurræktunar. Vaxtartími hafra fram til þroskunar er mislangur, og má reyndar skipta þeim í tvo hópa eftir lengd vaxtar- skeiðsins, sumarhafra og vetrarhafra. a) Sumarhafrar þurfa stuttan vaxtartíma. Við grænfóðurrækt þarf að gæta þess, að þeir spretti ekki úr sér. Best er að nýta þá með beit eða slætti á um það bil viku. Oftast eru hafrar á heppilegu nýtingarstigi um þremur mánuðum (90 dögum) eftir sán- ingu. Góðir stofnar: Sol II (sænskur), Flamo (franskur), Selma (sænskur). Óreyndir stofnar: Sang (sænskur), Port- hos (franskur), Athos (franskur). b) Vetrarhafrar þurfa langan vaxtartíma 331 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.