Freyr

Årgang

Freyr - 15.05.1977, Side 17

Freyr - 15.05.1977, Side 17
fleka í vegg til hliðar við dyr, sem þá væru af venjulegri breidd. Breidd dyra þarf að vera breidd mjólkurtanksins að viðbættum 15 cm. Gluggar skulu vera opnanlegir og svo stórir, að nægileg birta berist inn í mjólkur- húsið. d. Gólfið. Gólfið verður að vera úr hörðu efni, sem þolir vel þvott og sýrur. Á því verður að vera hæfilegur halli að niðurfalli. Það verð- ur að vera vatnshelt og hafa mikið þurðar- þol. e. Veggir og þak. Veggir skulu vera úr hörðu efni í minnst 150 cm hæð. Þeir eiga annað hvort að vera gerðir úr steinsteypu og múrhúðaðir og málaðir eða flísalagðir eða gerðir úr timb- urgrind klæddri með vatnsheldum krossvið eða álplötum. Rétt er þó að hafa ætíð neðsta hluta veggsins í ca. 15 cm hæð úr steinsteypu til að verja timbrið fyrir bleytu og raka. Mála skal það, sem mála þarf í mjólkurhúsi, með Ijósri málningu, sem þolir vel þvott. f. Aðstaða til þvotta. í mjólkurhúsinu þarf að vera unnt að koma fyrir, auk mjólkurtanks, þvottaborði og hita- dunk. Þvottaborðinu verður að koma fyrir, þar sem góð birta er, t.d. undir glugga. Hitadunkinn skal ekki setja yfir þvottaborð- inu, því þar er meiri hætta á ryðskemmdum á honum en annars staðar. g. Lýsing í mjólkurhúsum. Rafljósi í mjólkurhúsi þarf að koma fyrir þannig, að tankurinn lýsist vel að innan, þegar lokið er tekið af honum, og skugga beri ekki á vinnuborð. Bestur verður árang- urinn og minnstur rafmagnskostnaður, ef notuð eru flúrljós. í litlum mjólkurhúsum ættu að nægja tvö 40 W flúrljós, en í stór- um húsum ætti að koma fyrir fjórum 40 W flúrljósum. FREVR Gott útiljós þarf að vera yfir mjólkurhúss- dyrum og hellulögð eða steinsteypt stétt þarf að liggja frá þeim. 3. Loftræsting mjólkurhússins. Loftræstingu í mjólkurhúsinu má ekki van- rækja. í illa loftræstum mjólkurhúsum sest fljótt mygla á veggi og loft og ýmiss konar annar sveppa- og þörungagróður. Góð loftræsting í mjólkurhúsi er einnig nauðsynleg vegna þess, að kalt loft þarf að berast að kælivél mjólkurtanksins til að taka við varma þeim, sem úr mjólkinni kem- ur, sé hann ekki nýttur, t.d. til upphitunar á þvottavatni. Ef loftræsting er léleg, hitnar fljótt í mjólkurhúsinu og kælivél tanksins gengur lengur og rafmagnseyðsla verður meiri svo og viðhald vélar. Koma þarf fyrir tveimur loftopum á mjólk- urhúsinu til þess að ná sæmilegri loftræst- ingu. Inn um annað opið er tekið hreint loft en um hitt er lofti veitt út. Koma má þessu fyrir á eftirfarandi hátt. a. Loftinnrás. Loftinnrás er komið fyrir í útvegg í um 20 cm hæð yfir gólfi, sem næst eimsvala kæli- vélar. Utan á útveggnum er komið fyrir ramma, sem unnt þarf að vera að losa á auðveldan hátt. í rammanum er fínriðið nælonnet með tveggja mm möskvum, og utan á það er sett net með 10 mm möskvum, ryðfrítt. Það er til að hindra, að flugur og fiðrildi sogist inn. Á vegginn innanverðan skal setja still- anlegt lok úr olíusoðnum krossviði eða masoniti. Best er, að lokan sé drekin til hliðar. b. Loftútrás. Loftútrásin, sem á að vera með stillanlegri loku, skal vera um það bil helmingi minni að ummáli en loftinntakið. Best er, að loft- útrásinni sé komið fyrir sem lengst frá loft- inntakinu. Ef loftræsting er góð í fjósinu, Framh. á bls. 350. 337

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.