Freyr - 15.05.1977, Síða 19
Æður á hreiðri breiðir sig vandlega yfir eggin.
Þetta vekur eftirtekt og hrifningu koilunnar,
en hún á þaS svo til að hvetja maka sinn
til þess að hafast nokkuð að, m.a. að leggja
til atlögu við annan karlfugl í hópnum,
gjarnan einhvern ákveðinn, sem hún bendir
til með því að teygja hálsinn í áttina til
hans og hneigir sig þá gjarnan svo sem
tvisvar um leið, rétt eins og hún vilji, að
karl sinn sýni hvers hann er megnugur.
Blikinn fer gjarnan að bendingu kollunn-
ar til árásar á þann útvalda, en kollan
gefur frá sér velþóknunarhljóð. Sú rödd
hennar er allt önnur en hin, sem hún beitir,
þegar hún kallar á unga sína til hlýðni, og
allt önnur en hún notar, þegar hún aðvarar
þá gegn hættu. Skipanir hennar eru: g o k k
— gookk, en aðvörun er: kroaa kroaah.
Annars er yfirleitt talið, að mál æðarfugls-
ins sé: úú-aa-úú-aa-úú. Fuglinn úar, eins
og menn segja.
Útbreiðsla æðarfugls.
Æðarfuglinn er mjög algengur við allar
strendur norðursins, allt frá Frakklandi til
Grænlands, íslands, Færeyja, Jan Mayen,
Noregs, Svalbarða (Spitsbergen) og Síber-
íu, en ættkvíslir og afbrigði eru nokkur eftir
hafsvæðum. Þó að hann virðist félagslynd
vera og tiltölulega mikið staðbundinn, er
hitt einnig staðreynd, að nokkrir einstakl-
ingar flækjast um langvegu, svo sem Spits-
bergen-æðarfugl (S. mollissima borealis),
er komið hefur hingað til lands, og svo
æðarkóngur, sem líklega kemur frá Græn-
landi að heimsækja okkur.
Hér við land er æðarfugl við allar fjörur
239
FREYR