Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.05.1977, Qupperneq 27

Freyr - 15.05.1977, Qupperneq 27
um, að ærnar eru misfrjósamar og ekki allar jafn farsælar mæður. Sama lögmál hlýtur að gilda um kollurnar, að sumar verpa mörgum eggjum og aðrar fáum; greinilega eru sumar afburða dúnkollur en aðrar lélegar, þó er óvissa um þetta hvort tveggja, þar sem kollan hefur getað verið búin að verpa fyrr um vorið en misst egg og hreiður af einhverjum orsökum. Eftir að ungar skríða úr eggjum, höfum við litla möguleika á að dæma um, hversu farsæl móðir kollan er. Þótt æðarvörp hafi verið nytjuð hér á landi frá upphafi byggðar, höfum við mjög fátæklegar athuganir undir höndum um þá búgrein, eldri varpbændur hafa tekið dýrmæta reynslu með sér yfir landamærin, og á síðari áratugum hefur æðarrækt yfir- leitt ekki verið sómi sýndur sem skyldi, svo minni þekking hefur flust á því sviði milli ættliða en áður var. Ég man sem ungur drengur, að afa mínum var illa við Jónsmessuvarp, á þeim tíma var eggjataka í æðarvarpi heima. Afi hlúði að dúnkollum og tók fá egg úr góðum hreiðrum en gekk nærri eggjum í Jónsmessuvarpi, taldi þær kollur vanhaldapening og ekki rétt að ala upp undan þeim. Ég spurði aldrei út í, á hvaða forsendum hann gerði svo. Einhver sagði mér, að það væri vegna þess, að þeir ungar mundu misfarast í haustbrimum. En eflaust hafa getað legið til þess fleiri or- sakir, t. d. að trú manna er, að Jónsmessu- varpið verði fyrst og fremst hjá kollum, sem hafi misst unga sína tilorðna á venju- legum varptíma um vorið, og afa hafi fund- ist það lélegar mæður og ástæðulaust að setja á unga undan kollum, sem drápu undan sér. Þegar kollan hefur fulldúnað, er rétt að taka fyrsta tekjudúninn, hreiðrarjómann. Það fer þó mjög eftir gerð hreiðurs og eggjafjölda, hversu mikinn dún má taka, og aldrei skyldi ganga nær en svo, að 2/3 hlut- ar dúnsins séu skildir eftir hjá eggjunum, nema annað skjólefni sé látið í staðinn. Ég hefi sjálfur orðið fyrir því óhappi að taka of mikinn dún í köldu og úrfellasömu F R E Y R HríshræSur í varpi. vori, og leiddi það af sér, að ekki ungaðist út í mörgum hreiðrum, en vegna fjarveru hafði ég ekki tök á að stunda siðaða varp- menningu. Sumir hafa þann hátt á að taka engan verulegan dún, fyrr en ungar eru skriðnir úr hreiðrum, taka áður aðeins þann dún, sem liggur við foki. Eflaust er það best fyrir kolluna og eggin, en að jafnaði er sá dúnn, er bíður þess, að kollan leiði út, ekki eins góð vara. Varast ber að ganga varp í rign- ingu, eða þegar blautt er á, en nota hverja færa stund, eftir að ungar fara að skríða úr hreiðrum, til þess að safna dún úr varpi. Hirðing dúns. Strax og heim er komið, verður að breiða dúninn til þerris og hrista úr honum mestu óhreinindin. Dúnn má aldrei bíða blautur eða rakur í pokum, þá fúnar hann og skemmist fljótt og tapar besta eðli sínu. Breiddur dúnn þornar ótrúlega fljótt, jafn- vel í röku veðri, inni í húsum. En best er að þurrka hann úti og að hann fái einhverja 347

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.