Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1977, Síða 28

Freyr - 15.05.1977, Síða 28
ERLENDURJÓHANNSSON: Nokkur atriði sem vert er að gefa gaum pegar kýrnar eru látnar út Nú fer 1 hönd einn af viðkvæmustu tímum ársins fyrir kýrnar, en það er þegar inni- stöðu líkur og beitin hefst. Bráðnauðsyn- legt er að kýrnar fái hæfilegan aðlögunar- tíma, áður en beitin verður aðaluppistaðan í fóðrinu. Á vorin eru grösin kraftmikil, en trénissnauð og ef heygjöf er hætt skyndi- lega, getur það haft alvarlegar afleiðingar á vambagróðurinn og þar með á nýtingu fæðunnar. Því þarf að halda heygjöf áfram í að minnsta kosti tvær vikur með beit- inni. Ef heyin eru af skornum skammti eða um að ræða hámjólka kýr, er gott að gefa grasköggla, en þeir eru ágætt aðlög- unarfóður á þessum tíma. Fyrstu dagana á beit eru kýrnar á fullri gjöf, en síðan fá þær eingöngu morgungjöfina þar til kýrn- ar hafa vanist beitinni. Þá er rétt að benda á það, að langt gras í mikilli sprettu inniheldur mjög lítið af magnesíum, sem er nauðsynlegt stein- efni fyrir kýrnar. Því er gott að gefa magni- síumríka steinefnablöndu í 2—3 vikur fyrir beit og 2—3 vikurnar á beit. Kýrnar þurfa ekki einungis að aðlagast breyttu fóðri, heldur verða þær að venjast útiverunni. Farsælast er að þær venjist henni smám saman. Byrjað er á því að hafa fjósið vel opið nokkurn tíma dags- ins, og þegar þær eru látnar út, eru þær hafðar úti í 2—3 tíma fyrstu dagana, en síðan er útiveran lengd. Þá er nauðsynlegt að klaufhirðu sé lokið, áður en kýrnar eru látnar út. Kýr með langar klaufir eiga erfitt með gang, og ef þær eru síðjúgra er mikil hætta á spena- stigi. Um það leyti sem kúnum er sleppt á vorin eru margar kýr nýlega bornar og eru á viðkvæmu skeiði. Allt of oft verða þessar kýr fyrir áfalli vegna þess að þær fá ekki nægilegan aðlögunartíma. Til að koma í veg fyrir afurðatjón og láta kýrnar ná eðlilegum afköstum á vorbeitinni, ætti að varast allar snöggar breytingar hvað varðar fóðrun og umhverfi. sólbreyskingu. Ef ekki eru tök á að þurrka dúninn úti, má ná viðunandi árangri í upp- hituðu herbergi. Dúnhreinsunarstöð S.Í.S. tekur hreinsun- argjald af hverju óhreinsuðu kg af dún, sem sent er stöðinni til meðferðar. Því er það hagur dúnbænda, að dúnninn sé vel þurr og hristur, þegar hann kemur til stöðv- arinnar. Þurr dúnn, sem er laus við öll gróf óhreinindi, kemur líka miklu betur út við hreinsunina. Vélarnar slíta honum minna, hann rífst minna niður og verður í alla staði miklu betri vara. Algjört lágmark er, að dúnn, sem sendur er til hreinsunar, sé þurr, laus við eggjaskurn, tuskur, spotta og langar tágar, sem og harðar flögur úr hreiðurbotnum, er benda til, að dúnninn hafi ekki verið greiddur sundur við þurrk- unina. Eggjaskurn án himnu er út af fyrir sig ekki það skaðlegasta, en sé hún til staðar, ber það vitni um litla hirðu. Sjálfsagt er að grófflokka dúninn heima fyrir, og senda hann með þeim flokkaauð- kennum til hreinsunarstöðvar. Halda þá sér hreiðrarjóma og öðrum dún, sem tekinn er, áður en skríður út, í öðru lagi dún, sem tekinn er, eftir að skriðið er út, og í þriðja lagi þeim dún, sem hefur orðið fyrir mikl- um hrakningi, hefur gegnblotnað eða er klesstur. Að lokum má minna á óskir Æðarrækt- arfélags íslands að viðhafa ekki eggjatöku úr æðarhreiðrum, enda ættu varpbændur síst af öllum að éta undan í kapp við varg- inn. Og áreiðanlega skríður ungi aldrei úr eggi, sem matreitt er að vori. 348 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.