Freyr - 15.05.1977, Qupperneq 32
stæðunum var endurmetið sumarið 1974 til að kanna,
hvort breyting hefði orðið á því, frá því að landið var
kortlagt. Orkustofnun gaf síðan út gróðurkort af virkjun-
arsvæði Blöndu í mælikvarða 1:40 000 árið 1975, og geta
allir, sem áhuga hafa á, orðið sér út um eintak af því.
Beitargildi eða beitarþol var reiknað sérstaklega fyrir það
gróðurlendi, sem færi undir vatn á lónsstæðunum, annars
vegar á Auðkúluheiði og hins vegar á Eyvindarstaða-
heiði. Það er ekki byggt á meðalbeitargildi alls afréttar-
svæðisins, grónu sem ógrónu, né heldur á meðaltali alls
gróins lands á svæðinu, eins og bréfritari staðhæfir.
Við kortlagninguna 1966 reyndist heildarstærð gróins
lands á Eyvindarstaðaheiði vera um 29000 hektarar, en
nýtanlegt gróðurlendi mun vera minna nú vegna nýrrar
girðingar, sem sett hefur verið upp á norðurmörkun af-
réttarins. Reiknað var út fyrir tilkomu hennar, að Eyvind-
arstaðaheiði hefði beitarþol fyrir um 13000 ærgildi (ær
með 1,4 lömb) í 90 daga. Þar þarf því um 2,2 hektara
gróins lands til að framfleyta einu ærgildi í þennan tíma.
Gróðurlendi á fyrirhuguðu lónsstæði á Eyvindarstaða-
heiði hefur beitarþol fyrir um 700 ærgildi í 90 daga, og
þar þarf því 2 hektara til að framfleyta einu ærgildi í
þennan tíma. Hver flatareining gróins lands á lónsstæð-
inu hefur því um 10% meira beitargildi en gróður afrétt-
arins í heild að meðaltali. í töflunni hér að neðan er sýnt,
hvernig gróðurlendi afréttarins og lónsstæðisins skiptist
að flatarmáli.
Allur
Gróðurlendi afrétturinn Lónsstæðið
Mosaþemba 13,6% 25,6%
Kvistmóar ...................... 40,3— 30,7—
Sefmóar ........................ 5,5— 14,0—
Starmóar 7,2— 1,6—
Graslendi ...................... 4,7— 4,9—
Fléttumóar...................... 4,2— 0,2—
Nýgræður ....................... 1,1— 0,8—
Snjódældir ..................... 0,8—
Votlendi (mýrar, flóar, hálfdeigjur) 22,6— 22,2—
Taflan sýnir, að gróðurfar á lónsstæðinu er mjög svip-
að gróðurfari afréttarins í heild. Hlutdeild votlendis er
u.þ.b. hin sama, en aðalmunurinn er fólginn í hlutdeild
mosaþembu og kvistlendis.
Vonandi nægja þessar upplýsingar til að leiðrétta
óþarfa misskilning, sem varð megintilefni tveggja bréfa
„norðlensks bónda“.
352
Ingvi Þorsteinsson.
F R E Y R