Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1979, Síða 7

Freyr - 01.05.1979, Síða 7
ÓTTAR GEIRSSON: Túngrös Óttar Geirsson í eftirfarandi grein um túngrösin er þeim lýst í nokkrum orðum og vaxtarhátt- um þeirra gerð skil. Mest áhersla er lögð á að lýsa þýðingarmestu túngrösum okkar, en einnig erfarið nokkrum orðum um grös, sem vaxa ítúnum, þótt ekki sé sáð til þeirra, svo og grös, sem kunna að hafa þýðingu hér eða eru mikilvæg í nágrannalöndum okkar. Það þarf ekki að eyða orðum að því, hve mikilvæg grösin eru fyrir íslenska bændur. En því miður hefurviljað brennavið, að menn geri ekki greinarmun á grastegundum, heldur kalli allar jurtir af heilgrasaætt, og jafnvel hálfgrasaætt líka, einfaldlega gras. Það er þó í rauninni mikill munur á grastegundum, bæði útlits- og eðlismunur, líkt og munur er á búfjártegundum, t.d. kúm og kindum. Sum grös eru hávaxin, önnur lágvaxin, sum vaxa og þroskast fljótt, önnur seint, sum grös þrífast þest í rakri jörð, en önnur í þurrum sandi, og þannig mætti lengi telja. En það erekki aðeins munur milli tegunda, heldurog milli stofna sömu tegunda. Líkt og munur er á íslenskum kúm og Galloway- kúm er munur á Fylking-vallarsveifgrasi og Holt-vallarsveifgrasi. Það er hlutverk tilraunastöðvanna að gera samanburð á tegundum og stofnum nytja- jurta. Úr slíkum samanburðartilraunum er kominn mikill fróðleikur um grösin. En til- raunastöðvarnar geta aldrei reynt grösin og stofnana við allar hugsanlegar aðstæður. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir hvern bónda að fylgjast með því, hvaða grös og stofnar reynast best við þær aðstæður og meðferð, sem þau fá hjá honum. Til þess að geta fylgst með grösum að þessu leyti, verða menn að þekkja þau í sundur. Til að auðvelda það er FREYR 271

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.