Freyr

Volume

Freyr - 01.05.1979, Page 8

Freyr - 01.05.1979, Page 8
þessi grein skrifuð, en einnig skal bent á Flóru íslands, íslenskar jurtir,' Handbók bænda og fleiri rit, þar sem finna má iýsingu á grösunum. Mismunandi stofnar verða vart greindir sundur af útlitinu einu, jafnvel ekki af sérfræðingum, og er eina tiltæka ráðið að fá það upp gefið hjá fræseljanda, af hvaða stofni fræið er. VALLARFOXGRAS. Uppruni. Vallarfoxgras (Phleum pratense) vex villt um mikinn hluta Evrópu frá Miðjarðarhafi allt norður að 70. breiddarbaug. Frá Evrópu barst það til Norður-Ameríku, og þar er talið, að ræktun þess hafi byrjað. Þar kom fyrsti ræktaði vallarfoxgras- stofninn fram á 18. öld. Hér á landi vex vall- arfoxgras nú villt, en hefur verið flutt inn á seinni tímum. Það erein algengastatúnjurtin hér á landi. Lýsing. Vallarfoxgras er hávaxið (70—100 sm), en fremur gisvaxið. Eftir að axpunturinn er kominn í Ijós, er vallarfoxgras nokkuð auð- þekkt. Helst væri hætta á að rugla því saman við háliðagras, sem einnig er hávaxið. Ax- punturinn á vallarfoxgrasinu er sívalur og allur nokkuð jafngildur og snarpur viðkomu vegna stuttra brodda. Á háliðagrasi er hann hins vegar mjóstur í efri endann og mjúkur viðkomu. Blómlausar vallarfoxgrasplöntur er erfitt að greina frá háliðagrasi og língresi, en þó má styðjast við það einkenni, að blöð vallar- foxgrassins snúa dálítið upp á sig, en það gera blöð háliðagrass og língresis ekki. Vaxtarskilyrði. Vallarfoxgras þrífst bestí frjósömum.eilítið rökum moldarjarðvegi. Á framræstum mýr- um og grýttum, rökum skriðujarðvegi getur það einnig gefið góða uppskeru. Vallarfoxgras Vallarfoxgras endist yfirleitt nokkur ár í túnum hér á landi, og í frjóum jarðvegi í góð- viðrissveitum getur það enst í áratugi. Vall- arfoxgrasið ertalið þola beit illa, og mikil beit flýtir fyrir dauða þess úr túnum. Vallarfox- gras er dæmigert sláttugras. Stofnar. Allmargir stofnar eru til af vallarfoxgrasi. T.d. eru 88 vallarfoxgrasstofnar á skrá OECD yfir stofna af nytjajurtum árið 1977, og af þeim hefur um það bil einn tugur verið reyndur hér á landi. Það eru þó aðeins 2 stofnar, sem reynst hafa reglulega vel hér. Það er norður- norski stofninn Engmo, og íslenski stofninn Korpa. Uppskera. Góðir stofnar af vallarfoxgrasi hafa jafnan reynst einhver uppskerumestu grösin í sam- anburðartilraunum hér á landi. Á til- raunastöðvunum er algengt að fá 70—100 hkg/ha af Engmo og Korpu. Lostætni vallarfoxgrass er mikil og eru skepnur mjög sólgnar í það, bæði á beit og sem hey. Vel verkað hey af vallarfoxgrasi, 272 FREYR

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.