Freyr - 01.05.1979, Qupperneq 9
sem slegið hefurverið skömmu eftirskrið, er
orkuríkt fóður, og þarf ekki nema um 11/2 kg
af því í fóðureiningu. Heyið er hins vegar
fremur steinefnasnautt og þarf því að gæta
að steinefnaþörf gripa, sem fóðraðir eru á
heyi af vallarfoxgrasi.
Notkun.
Vallarfoxgrasið er ýmist notað eitt sér eða í
blöndum. Algengustu fræblöndur hér, A-
blanda SÍS og V-blanda MR, eru báðar með
50% vallarfoxgrasi. Auk þess eru í blöndun-
um vallarsveifgras, túnvingull og í MR-
blöndunni hávingull. Tún, þar sem vallar-
foxgras er áberandi í gróðri, ætti að beita
varlega, ef menn vilja varðveita vallarfox-
grasið í þeim.
Stofnarnir Engmo og Korpa vaxa lítt aftur
eftirslátt, og máþvívarlabúastvið mikilli há,
ef þeim hefur verið sáð einum sér. Slík tún
ætti því aðeins að slá einu sinni á sumri og þá
ekki of snemma.
Vallarfoxgras heldur næringargildi sínu
nokkuð vel í dálítinn tíma eftir skrið, en það
hríðfellur hins veaar um blómstrun. Besti
sláttutíminn er því nokkru eftir, að vallar-
foxgrasið skríður, en áður en það blómstrar.
Eftir að vallarfoxgrasið er skriðið, þarf að
fylgjast vel með því og slá það strax og votta
fer fyrir blómstrun, þ.e. að fræflar fara að
koma í Ijós og axpunturinn verður eins og
loðinn að utan.
VALLARSVEIFGRAS.
Uppruni.
Vallarsveifgras (Poa pratensis) er ein af um
það bil 200 tegundum sveifgrasa, sem til eru í
heiminum, og ein af 7 sveifgrasategundum,
sem vaxa villtar hér á landi. Tegundin er al-
geng um allan heim, þó ekki þar, sem heitast
er, og hefur verið í túnum í aldaraðir.
Lýsing.
Vallarsveifgras er yfirleitt fremur lágvaxið
(30—50 sm). Sveifgrösin eru puntgrös og er
punturinn keilulaga, þar eð neðstu greinar
hans eru lengstar, en síðan styttast þær, eftir
því sem ofar dregur. Hliðargreinar standa
nær lárétt út frá stönglinum.
Blöð vallarsveifgrass eru auðþekkt á því,
að þau enda í totu, sem er eins og bátsstefni
og klofnar, ef strokið er fram eftir blaðinu.
Þar sem önnur sveifgrös hafa einnig sams
konar totu, getur verið erfitt að þekkja
sveifgrösin í sundur. Það verður helst gert
með því að athuga vaxtarmátann. Vallar-
sveifgras hefur skriðular jarðrenglur, sem
jurtin dreifir sér með. Vallarsveifgras vex því í
breiðum eða blettum, oft hringlaga, stund-
um með öðrum tegundum inni í miðjum
hring.
Vallarsveifgras er tilbrigðarík tegund, og
eru stofnar af því misjafnir að útliti og eigin-
leikum. Stofnar af norðlægum uppruna eru
yfirleitt dökkgrænni en stofnar frá Suður-
löndum.
Vaxtarskilyrði.
Vallarsveifgras gerir ekki miklar kröfur til
jarðvegs, en vex lakast í þurrum sandjarð-
FREYR
273
2
L