Freyr - 01.05.1979, Qupperneq 13
SKRIÐLÍNGRESI.
Skriðlíngresi (Agrostis stolonifera) er al-
gengt í túnum hér á landi, þótt sjaldan hafi
verið til þess sáð.
Skriðlíngresi myndar langar, skriðular
renglur, bæði ofan jarðar og neðan. Puntur-
inn er fíngerður og mikið greindur. Blöðin
eru lensulaga og lítið ber á miðstrengnum í
þeim. Þau eru snörp báðum megin.
Skriðlíngresi vex einkum þar, sem raklent
er. Það virðist þola áburðarskort öðrum
grösum betur.
Skriðlíngresi hefur oft verið reynt í til-
raunum hér, en aldrei reynst vel. Fræið hefur
verið af erlendum uppruna, en fáir viður-
kenndir stofnar eru til af língresi. Þar sem
íslenskt língresi er komið í tún, getur það
gefið góða háaruppskeru, því að skriðlín-
gresi sprettur langt fram eftir hausti. Skepn-
ur éta língresi með ágætri lyst.
SNARRÓTARPUNTUR.
Snarrótarpuntur (Deschampsia caespitosa)
eða snarrót er algengt gras hér á landi og vex
víða þar, sem skilyrði fyrir önnur grös eru
erfið. Það er stórvaxið gras (50—120 sm),
sem vex gjarnan í þúfum eða toppum, snar-
rótartoppum, og er auðþekkt á þeim. Blöðin
eru snörp viðkomu.
Snarrótarpuntur vex við margvísleg skil-
yrði. Hann er oft ríkjandi í túnum, þar sem
vatnsagi og ísaiög drepa annan gróður. í
þurrum jarðvegi vex hann stundum það þétt,
að lítið verður vart við snarrótartoppana.
Snarrót þykir þola ísa og kulda öðrum grös-
um betur og kelur sjaldan.
Snarrótarpuntur
Víðast hvar er litið á snarrót sem illgresi,
og margir telja, að það sé það einnig hér á
landi. Stofnar fyrirfinnast ekki á fræmörkuð-
um og því fræi, sem hér hefur verið notað,
hefur verið safnað hér á landi.
í samanburðartilraunum hér á landi hefur
snarrót oft verið uppskerumikil, en ekki er
eins víst, að um gott fóður sé að ræða, því að
snarrót sprettur snemma úr sér. Til þess að fá
FREYR
277