Freyr - 01.05.1979, Blaðsíða 15
gefist illa, en vera má, að stofnar þeir, sem
reyndir hafa verið, hafi ekki verið af nógu
norðlægum uppruna. Hann vex villtur sem
slæðingur suðvestanlands.
Axhnoðapuntur er stórt og grófgert gras,
sem er auðþekkt á puntinum. Hann er dálítið
einhliða og smáöxin standa í þéttum
hnoðum. Úr sér vaxinn axhnoðapuntur er
eins og hálmur. Axhnoðapuntur þrífst best í
þurrum jarðvegi, þolir þurrk vel, en raka
miður.
FÓÐURFAX.
Fóðurfax (Bromus inermis) eða sandfax eins
og það er líka kallað er útbreitt í tempraða
beltinu nyrðra. Hér á landi var það ekki í
óræktuðu gróðurlendi til skamms tíma.
Fóðurfax
Margir ræktaðir fóðurfaxstofnar eiga rætur
að rekja til Ungverjalands, Austurríkis og
Rússlands.
Fóðurfax er hávaxin, blaðrík jurt, sem gef-
ur gott fóður. Það hefur ekki þótt endast
lengi í ræktun hér og hefur lítið verið notað,
en var um tíma allnokkuð notað við upp-
græðslu sanda, einkum á Suðurlandi.
VALLARRÝGRESI.
Vallarrýgresi (Lolium perenne) eða enskt rý-
gresi vex villt um mikinn hluta Evrópu, þó
ekki nyrst. í túnum suður í álfu er vallarrý-
gresi langlíft og gefur af sér mikla og góða
uppskeru.Vallarrýgresierþvíeitteftirsóttasta
túngrasið í mörgum Evrópulöndum.
Vallarrýgresi er ekki mjög harðgert, enda
eru norðurmörk þess í Evróþu um Mið-Sví-
þjóð. Hér á landi hefur það verið reynt í til-
raunum, en endist illa nema einstaka planta.
EINÆRT RÝGRESI.
Einært rýgresi (Lolium multiflorum) eða ít-
alskt rýgresi er upprunnið í Suður-Evrópu.
Breytileiki þess er mikill og til eru einær, tví-
ær og fjölær afbrigði af því. Eitt afbrigðið er
westerwoldiskt rýgresi, sem varð til við úrval
FREYR
279