Freyr

Volume

Freyr - 01.05.1979, Page 18

Freyr - 01.05.1979, Page 18
Hólmgeir Björnson árum, komst Ólafur Jónsson á Akureyri að þeirri niðurstöðu, að notagildi haugsins hafi í þessari tilraun verið allt að því þrefalt miðað við ádreifingu. Klemenz á Sámsstöðum fann heldur lægra hlutfall, fimm af sex hlutföllum, sem hann reiknaði, sýndu, að plæging gæfi 1.7—2.1 sinnum meiri vaxtarauka en ádreif- ing. Á 1. og 2. mynd er sýnd árleg uppskera í tilraunum með plægingu búfjáráburðar. Á Sámsstöðum var gerð önnur tilraun sam- tímis, þar sem borin voru á hektara 200 kg kalksaltpéturs árlega (31 kg N) auk búfjár- áburðarins. Línuritin gefatil kynna, að stórir skammtar búfjáráburðar, sem eru plægðir niður í tún, hafi töluverð áburðaráhrif í nokk- urár. Ekki hefurverið gerð tilraun til að meta, hve mikil þessi eftirverkun er eða hve lengi hún endist, enda um takmarkaðar niður- stöður að ræða. Ekki er heldur unnt að sjá, hvers eðlis hún er. Niðurplæging búfjáráburðar eins og hún var reynd í tilraunum á Akureyri og Sáms- stöðum mun vart hafa verið mikið tíðkuð og alls ekki í seinni tíð. Til landsins hefur hins vegar verið útvegað tæki til ídreifingar á fljótandi áburði. Hefur bútæknideild Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins á Hvanneyri hafið tilraunir með það. ídreifing búfjáráburðartakmarkast eins og er við land, sem tekið er til jarðvinnslu, 1931 '32 '33 34 '35 '36 '37 Ár Uppskera í 7 ár á tilraunaliðum með niðurplægingu á haug á Akurevri 1931. Árleguraburður 1931—1936 7,5 tonn kúa- þvag á ha, en 1937 jöf n og góð yfirbreiðsla tilbúins áburðar. 282 FREYR

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.