Freyr

Volume

Freyr - 01.05.1979, Page 21

Freyr - 01.05.1979, Page 21
vaxtarauka umfram 50 tonn/ha, að meðaltali 9.2 hkg/ha. Þennan uppskeruauka má meta til jafngildis köfnunarefnisáburðar á tún. Samkvæmt niðurstöðum langtímatilrauna má vænta svipaðs uppskeruauka eða 9.0 hkg/ha, ef áburðargjöf er aukin úr 70 í 130 kg N/ha, en uppskeruauki eftir áburð er meiri, þegar miðað er við óáborið. í þeim tilraunum, sem hérgreinirfrá, gaf aukning N-áburðarúr 0 í 100 kg N/ha 14.5 hkg/ha á Reykhólum (liðir B—D), 17.4 hkg/ha á Skriðuklaustri (liðir B-F), 29.7 hkg/ha á Hvanneyri (liðir A-F) og 28.8 hkg/ha á Sámsstöðum (liðir D-F). Viðbótarskammtar gefa jafnan minni vaxtar- auka. Uppskeruauki eftir 150 tonn/ha umfram 100 tonn/ha er nánast enginn á Reykhólum og Skriðuklaustri. Á Hvanneyri og Geita- sandi er hann meiri, en getur vart talist marktækur. Þó skal bent á, að hans gætir fremur á reitum, þar sem köfnunarefni eða kalí og fosfór var ekki borinn á túnið. Á öðru ári voru þessi áhrif mjög áberandi á reitum án N-áburðar á Geitasandi. Þar fékkst upp- skeruauki úr 12.2 í 24.5 hkg/ha úr E- í F-lið. Sums staðar erlendis, þar sem stunduð er sérhæfð búfjárrækt, fellur til mjög mikið af búfjáráburði, svo að örðugt er að nýta hann. Eru þá oft borin á 100 tonn/ha. Er þá hætt við, að of mikið sé borið á, einkum af köfnun- arefni til kornræktar og vegna hættu á rnengun grunnvatns og vatnsfalla. Ástæða þess, að í tilraun nr. 354 voru notuð allt að 150 tonn/ha, var þó ekki sú, að álitið væri líklegt, að slík áburðarnotkun yrði ráðlögð, heldur hitt, að í tilraunum er nauðsynlegt að spanna sem víðast svið til að fá skýr svör. Langtímaáhrif. Tilraunirnar hafa nú staðið í 2—4 ár og eru eftirverkunaráhrif búfjáráburðarins engan veginn öll komin fram. Niðurstöðurnar eru þó það umfangsmiklar og mismunandi eftir tilraunum, að ekki er unnt að gefa hér nema stutt ágrip af helstu niðurstöðum. Eftirverkunaráhrifin koma einkum fram r' ...g— ...G 20 Fyrsta árs uppskera í tilraun nr. 354 með q ídreifingu búfjáráburðar í nýrækt, meðaltöl áburðarliðanna a—c (—d). i i ,.i______ 0 25 50 S; Skriðuklaustur 1977 H; Hvanneyri 1975 R; Reykhólar 1976 G: Geitasandur 1975 Q: TILBÚINN ÁBURÐUR (NÝRÆKTARSK AMMTUR) ----1_______1—______I 100 150 Búfjáráburður tonn/ha FREYR 285

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.