Freyr

Volume

Freyr - 01.05.1979, Page 24

Freyr - 01.05.1979, Page 24
Greinarhöfundur við seiðaslepp- ingu. Merktum seiðum er sleppt til að kanna heimtur. Ljósm. Þór Guðjónsson. Kynbætur. Andstæða náttúruvals er svokallaðar kyn- bætur. Hluti af kynbótum er pörun líkra ein- staklinga (assortative mating) og skyld- leikarækt (inbreeding), sem rætt verður sér- staklega um hér á eftir. Með þessum aðferð- um orsakast tap á fjölbreytileika erfðanna og þar af leiðandi verða stofnanir ekki eins sveigjanlegir, ef aðstæður í umhverfinu eru breytilegar. Kynbætur í tengslum við hafbeit ætti þó aðeins að stunda í sérstökum til- raunastöðvum, undir stjórn sérhæfðra vís- indamanna, uns við vitum meira um þýðingu erfðafræðilegrarfjölbreytni í laxastofninum. Skylaleikarækt og samval líkra ein- staklinga. Ef skyldir einstaklingar í eldisstöð eru par- aðir saman, kallast það skyldleikarækt (in- breeding). Stig slíkrar ræktar ákvarðast af hlutfalli erfðaeinda, sem foreldrar ákveðins fisks áttu sameiginlegar. Skyldleikarækt eykur fjölda einstaklinga með ákveðin út- litseinkenni, sem eru erfðafræðilega víkjandi og sjást sjaldan hjá náttúrlegum stofnum. Hvítur lax (albino) er eitt dæmi um víkjandi sérkenni. Slíkir laxar hafa að jafnaði tak- markaða möguleika á að lifa, sem er skýr- ingin á því, að þeir sjást sjaldan í náttúrunni. Hægt er að fá fram fiska með viss sérkenni án þess að framkvæma skyldleikarækt með því að para saman líka einstaklinga. Raunar má segja, að laxar með líkt útlit séu erfða- fræðilega oft líkt uppbyggðir. Þess vegna er nokkur hætta á því, að val líkra einstaklinga auki líkur á víkjandi sérkennum, þó ekki sé í jafn ríkum mæli og með skyldleikarækt. Ekki er hægt að mæla með vali líkra ein- staklinga í eldisstöðvum, sem stunda lax- abúskap (hafbeit), vegna hættu á víkjandi sérkennum, og það virðist nokkuð Ijóst, að best sé að hafa tilviljanakennda pörun (ran- dom mating), meðan erfðafræðileg þekking í sambandi við lax er af skornum skammti. Tilviljanakennt pörun (random mating). Framkvæmd þessarar ræktunar miðast við það að para saman einstaklinga án tillits til útlits eða erfðaeiginleika (stærðar, aldurs, litarháttar o. s. frv.). Þannig eru líkurnar á, að pörin hafi sams konar erfðaeindir, þær sömu og hlutfall erfðaeindanna í stofninum, og líkurávíkjandi sérkennum eru því í lágmarki. Vegna þess mannlega veikleika að vilja alltaf velja stærstu og fallegustu laxana til undaneldis er mjög erfitt að forðast pörun líkra einstaklinga, nema með því að koma sér upp kerfi, sem tryggir, að porunin sé af handahófi. Ein aðferð, sem tryggir tilviljana- 288 FREYR

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.