Freyr - 01.05.1979, Síða 26
Að viðhalda fjölbreytni í erfðum.
Helstu atriði, sem hafa áhrif á fjölbreytni
erfðanna eru: stökkbreytingar, náttúruval,
mótunaráhrif umhverfis og laxar, sem villast
í aðraráren heimaána. Vegnaþess hveeldis-
stöðvar hafa tilhneigingu til að vera allar
eins, er ekki líklegt, að náttúruval eða mót-
unaráhrif umhverfisins stuðli að fjölbreytni í
erfðum hjá stofnfisknum. Laxabóndinn get-
ur aðstoðað við það að halda fjölbreyttum
erfiðum hjá stofninum með því að fram-
kvæma tilviljunarkennda pörun (random
mating), en samt er ekki víst, að hann geti
komist hjá einstaklingum með víkjandi sér-
kenni. Ráð til að forðast þetta er að frá hrogn
eða svil úr eldisfiski annars staðar frá. Áhrif
slíkrar blöndunar hafa ekki verið vísindalega
rannsökuð. Það verður því að hafa í huga, að
þessi utanaðkomandi stofn sé valinn með
tilliti til þess umhverfis, sem hann á að þrífast
í, annars gæti hann haft neikvæð áhrif á
heimtur, ratvísi og fleiri atriði hjá þeim stofni,
sem fyrir er. Ennfremur ætti að stilla magni
nýrra einstaklinga í hóf og hafa þá ekki fleiri
en um 10% af heildarmagni stofnfisks.
Vandamál, sem er vert íhugunar, er það,
hvort hægt sé að halda erfðafræðilegri fjöl-
breytni í villtum stofni, sem gengur í sömu
ána og eldislaxinn. Mikill fjöldi eldislaxa,
sem villist í laxveiðiá og hrygnir með villta
laxinum, getur haft neikvæð áhrif á náttúr-
lega framleiðslu árinnar. Afkvæmi villtra laxa
og eldislaxa geta hugsanlegið dregið dám af
óhagstæðum erfðaeiginleikum hjá eldis-
laxinum og þar af leiðandi átt erfitt uppdrátt-
ar við náttúrlegar aðstæður.
Gæta skal ýtrustu varfærni við stað-
setningu eldisstöðva, sem heimta lax úr sjó,
og forðast, að eldislaxinn geti í ríkum mæli
blandast villtum laxi. Best er, að slík hafbeit
(salmon ranching) fari fram sem lengst frá
ám með náttúrlega framleiðslu.
Lokaorð.
Það ætti að vera Ijóst af því, sem hér hefur
verið sagt, að kynbætur laxa, sem eyða hluta
lífsferils síns í náttúrunni, hafa takmarkað
gildi og geta jafnvel verið skaðlegar. Af
þessum orsökum væri það ákaflega tvíeggj-
að vopn að hrófla við stofnum í íslenskum
laxveiðiám í þeim tilgangi að auka stærð ein-
staklinga og eins líklegt, að óbætanlegt tjón
hlytist af.
Norðmenn hafa hafið merkt kynbótastarf á
laxi, en það er að öllu leyti hliðstætt kynbót-
um á öðrum húsdýrum, svo sem svínum og
alifuglum, þar sem laxinn er allur alinn í fulla
stærð í flotkvíum. Frá bæjardyrum Norð-
manna séð eru kynbætur því sjálfsagðar og
nauðsynlegar, en þeir eru jafnframt búnir að
gera það upp við sig, að þessi lax sé húsdýr
og eigi ekki erindi út í hinu villtu náttúru.
290
FREYR