Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1979, Síða 27

Freyr - 01.05.1979, Síða 27
ÞÓRARINN LÁRUSSON, RÆKTUNARFÉLAGI NORÐURLANDS. Of eða van um ær og kýr í eftirfarandi pistli, sem skipta má í tvennt, verður fjallað um hið vandrataða meðalhóf í fóðrun og meðferð sauðfjár annars vegar og mjólkurkúa hins vegar. í samræmi við ritsmíð af stærðargráð- unni pistill má lesandinn ekki búast við stóru strandhöggi í svo viðamikiðefni, endaeinungis reyntaðtakaáafmörkuðum atriðum í þessu tilliti. Eru frekari útskýringar þar að lútandi látnar fylgja efninu eins og ,,amenið“ hjá séra Sigvalda forðum. Sjaldan launar „lamb“ ofbeldið. Þeir, sem komnir eru til vits og ára, kannast flestir við spakmælið: „Sjaldan launar kálfur ofeldið“. Þeir hinir sömu sem fengist hafa við kálfauppeldi og aðra fjósamennsku, eru í litlum vafa um sannleiksgildi þessara orða. Danir hafa fært mjög sannfærandi rök fyrir þessu með umfangsmiklum rannsóknum, ekki alls fyrir löngu. Þeir lýsa því, hvernig hægt er að gera lélega kú úr góðri kvígu með því að fóðra hana í uppeldinu of eða van. Þótt vanfóðrun sé vissulega alvarlegur hlutur, sem ber að varast, verður hér fjallað um af- leiðingu offóðrunar í samræmi við spak- mælið. í stuttu máli sagt kom í Ijós hjá Dön- unum, að þyngist kvígur meira (eða minna) en góðu hófi gegnir (yfir 700 g/dag hjá rauð- um, dönskum) í uppvexti, og þá einkum rétt fyrir og um það leyti, sem þær ná kynþroska- aldri (beiða fyrst), hefur það þau áhrif á stjórn Tiormónastarfseminnar, að kirtilvefur júg- ursins þroskast ekki sem skyldi. Þessi áhrif reynast varanleg ævina út með fyrrgreindum afleiðingum. Þá hefur og komið í Ijós, bæði í athugunum hér á landi sem erlendis, að veruleg frávik frá réttri fóðrun, og þá ekki síður offóðrun en vanfóðrun á orkuríku fóðri, sem hvort tveggja má raunar með sömu rökum flokka undir ranga fóðrun, rétt fyrir og um það leyti, sem kýr eru sæddar (er haldið) veldur því, að þær beiða verr og hafnast síður en ella og ágerist þetta með auknu fráviki frá ,,réttri“ fóðrun. Nú er spurningin: Hví skyldi þetta hvort tveggja ekki alveg eins eiga við um sauðfé? Vegna fjölda gefinna tilefna, einkum á Norðurlandi, á undanförnum árum varðandi ófrjósemi gemlinga, hefur við rannsókn FREYR 291

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.