Freyr - 01.05.1979, Síða 31
Teknir eru allir þrír áöurnefndir heygæða-
möguleikar:
1. um eða undir 1.6. kg/ffe, merkt A—1 og
B—1 hér á eftir.
2. 1.8—1.9 kg/ffe, merkt A—2 og B—2 hér á
eftir.
3. yfir 2.0 kg/ffe, merkt A—3 og B—3 hér á
eftir.
Setjum svo, að áðurnefnt stjórnkerfi kýr-
innar( sem héreftir verðureinfaldlega kallað
,,kerfið“) í tilfelli A (5.5 ffe um burð) ákveði
t.d. 20—22 kg hámarksdagsnyt samkvæmt
erfðaeðli, sem gæti verið 28—30 kg. Þetta
þýðir, að kýr A þarf að bæta við sig 6.5. ffe á
4—6 vikum, en B—kýrin 7.5 ffe á sama tíma.
Þótt ekki muni meiru en einni ffe á aukning-
unni, þá þarf mun meira átak hjá B—kúnni,
þar eð hún þarf að nálgast meira þau
takmörk, sem lystin setur. Alla jafna má
reikna með um 17.5 kg hámarksfóðri á
dag.Miðað við blöndu af þurrbeyi og kjarn-
fóðri. Góð kýrætti þó að komast hærra, jafn-
vel í um 20 kg á mjög góðu heyi og kjarnfóðri.
Lítum nú á heygæðaflokkana hér að framan í
þessu sambandi:Tilfelli A—1. Kýrin fer létt
með að éta 13—14 kg af heyi og um 4 kg af
kjarnfóðri, eða samsvarandi orku, um 4—6
vikum eftir burð, sem nægir vel fyrir nytinni
(20—22 kg), án súrdoðahættu. í þessu tilfelli
þarf þó ekki að fylgja fóðrun fast eftir fljótt
eftir burð til þess að kerfið endurmeti stöð-
una og komi kúnni upp í sín 28 kg. Er þá
vissulega nokkur hætta á súrdoða; meðal
annars vegna þess. að hætta er á melting-
artruflun og lystarleysi. Tilfelli B—1. Kýrin
étur sem svarar 11—12 kg af heyinu og
7.5—8 kg af kjarnfóðri og ætti að takast það
án teljandi súrdoðahættu.
Lítum næst á lakasta heyið (yfir 2 kg/ffe)
og þá fyrst tilfelli A—3. Af svo lélegu heyi
étast varla meira en 9—10 kg með þeim 7.5
kg af kjarnfóðri, eða samsvarandi, sem kýrin
þarf í 20 kg dagsnyt, sem veldur ekki teljandi
súrdoðahættu. Tilfelli B—3. Þótt B—3 kýrin
eigi þann möguleika að komast í upp undir
30 kg nyt eins og staðan er rétt fyrir og um
burðinn, kemurfljóttí Ijós, jafnskjóttog kýrin
fer að mjólka og krefjast mjög aukinnar orku,
hve vonlaus aðstaðaskapast, en hún lýsirsér
í þeim 7—8 kg af heyi með 11.5 kg af kjarn-
fóðri, sem kussa hefði þurft í upp undirÓO kg
nyt. Skapar þetta kerfinu tíma til að endur-
meta stöðuna, þannig, að markið fellur á
svipað stig og í tilfelli A og kýrin nær að
stöðva sig áður en rokið er upp úföIIu valdi.
Möguleiki er þó á, að ,,kerfið“ átti sig ekki í
tíma, sem þá býður súrdoðahættunni heim.
Athugum að síðustu ,,sæmilega“ heyið,
þ.e. tilfelli A— og B—2: Tilfelli A—2. Með því
að éta 10—11 kg af heyi og 5.5—6 kg kjarn-
fóðurs eru líkur til, að kýrin sleppi við súr-
doða án ,,kerfis“breytinga. Ef hins vegar er
fylgt vel á eftir með fóðrun strax eftir burð,
getur ,,kerfið“ leyft hækkun á nyt, sem eykur
súrdoðahættuna svo verulega, að kvillinn
verður næstum óumflýjanlegur. Tilfelli B—2.
Til þess að ná orkujöfnuði við tæp 30 kg
mjólkur þarf kýrin að éta 9—10 kg af heyi og
9.5—10 kg af kjarnfóðri eða samsvarandi
sem teljast verður mjög hæpið að hún geti
áfallalaust. Líkur eru nokkrar til, að ,,kerfið“
átti sig þó ekki á þessu fyrr en kýrin hefur
rokið upp í nyt með yfirvofandi súrdoð-
ahættu í kjölfarið.
Þessi lausn á dæminu hér að framan er að
sjálfsögðu mjög einfölduð. T. d. eru skilin á
milli afurðasemi og súrdoða miðuð við fóð-
urgildi heys ýmsu öðru háð og því sveigjan-
legri en hér er fram sett en spjaliið á þó að
draga fram helstu atriði meiningarinnar.
Að lokum skulu dregin fram nokkur höf-
uðatriði í fóðrun og fóðrunarháttum til að ná
hámarksafurðum og lágmarkshættu á súr-
doða:
1. Velja þarf besta heyið handa nýbærunum.
Má það helst ekki vera lakara en 1.7 kg í
ffe.
2. Mjög er ráðlegt að skipta kúnum niður í
fjósið eftir burðartíma.
3. Kýrnar þurfaað vera komnaralveg á besta
heyið a. m. k. viku fyrir tal.
FREYR
295