Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1979, Síða 32

Freyr - 01.05.1979, Síða 32
Kínverjar leita samskipta við Ástraiíumenn. Samskipti Kínverja og Ástralíumanna í land- búnaði hafa farið mjög vaxandi hin síðari ár og hefur það orðið jafnhliða auknum áhuga, sem Kínverjar hafa sýnt kunnáttu og tækni Ástrala. í fyrra skiptust þjóðirnar á gagn- kvæmum heimsóknum, sýningum og námsferðum. Heimsókn Anthonys varaforsætisráðherra Ástraiíu nýlega varð hvati til enn meiri sam- skipta. Ástralíumenn eru nú að hugsa um að hjálpa Kínverjum til að stofnsetja sýnisbú í Kína. Kínverjar lýstu því yfir þegar ástralski ráðherrann heimsótti þá, að þeir teldu, að Ástralíumenn væru allra manna fróðastir um ræktun víðáttumikilla íandssvæða og um nautgriparækt, og sögðust þeir viljataka 200 milljónir hektara graslendis hjá sértil búvör- uframleiðslu. Kínverjar kaupa líka mikið af búvélum frá Ástralíu til heimabrúks. 400 tonn af áströlsk- um landbúnaðarvélum, sem fluttar voru til Peking í fyrra á vélasýningu, voru allar seldar innan mánaðar. Kína er nú fjórða mesta við- skiptaland Ástralíu og gæti hugsanlega orðið jafnoki Japans á því sviði áður en langt um líður, að því er ástralski ráðherrann taldi. Hann eygði líka sölumöguleika á ástralskri ull til Kína. Hann sagði, að Kínverjar mundu þurfa á ráðgjöf sérfræðinga í sauðfjár- og nautgriparækt að halda á næstunni. Aðrir ástralskir atvinnuvegir, eins og stáliðnaður- inn og fata- og bómullariðnaðurinn, hugsa sér til hreyfings á kínverskum markaði og ætla að halda vörusýningar í Kína í sumar, í kjölfar hinnar vel heppnuðu ráðherraheim- sóknar þangað. En það eru ekki eingöngu Ástralir sem ferðast. í nóvember sl. komu 13 kínverskir búfræðikandidatar og bændur til Ástralíu, meðal annars til þess að fræðast um til- raunastarf í landbúnaði og heimsækja ýmsar landbúnaðarstofnanir. Þegar þeir komu á svínabú eitt, þar sem eru 3000 dýr — öll í sóttkví og undirströngu eftirliti til að forðast sjúkdóma, — kom í fyrsta sinn til umræðu frjáls útflutningur með lifandi svín til Hong Kong. 4. Um svipað leyti er rétt að vera kominn með kjarnfóðrið í u. þ. b. 1/3 af því magni, sem búist er við að þurfi mest eftir burðinn, og halda því að mestu óbreyttu fram að burði. 5. Auka þarf kjarnfóðrið nokkuð ört frá því tveim til þrem dögum eftir burð (um 300—400 g á dag eftir lyst og öðrum at- vikum), þar til orkujafnvægi er náð. Þarf því að fylgjast mjög náið með lyst og nyt- hæð kýrinnar á þessum tíma. í þessu sambandi er þrennt mjög mikil- vægt til þess að varna því, að kýr missi lyst, en það er: 1) Gefið hey ætíð á undan kjarnfóðrinu fyrst á morgnana (þarf ekki að vera mikið). 2) Skiptið kjarnfóðurgjöfinni oftaren tvisvar yfir daginn. 3) Ef bera fer á lystarleysi, skal ekki auka kjarnfóðurgjöfina þann daginn, en fara strax eftir punktum 1) og 2), hafi þeir ekki verið komnir í framkvæmd áður. Ef heyið erekki betraen ,,skítsæmilegt“, þ. e. farið að nálgast 2 kg/ffe, að ekki sé talað um það, sem verra er, er óhætt að taka fóðr- unina rólega, en með festu og nota tímann til umhugsunar um það, hvernig öflun góðra heyja verði best tryggð næst til þess að öðl- ast möguleika á að ná viðunandi afurðum á grip. Slíkri aðstöðu má líkja við mann, sem misst hefur af lest og verður að bíða þeirrar næstu. Hann verður að taka lífinu með ró, en notar þá gjarna tímann til þess að stappa í sig stálinu varðandi betri stundvísi næst. 296 FREYR

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.