Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.1979, Qupperneq 33

Freyr - 01.05.1979, Qupperneq 33
Orðabók landbúnaðarins Fjölþjóðleg samheitaorðabók verið gefin út í Noregi um landbúnaðarorð hefir Norsk Landbruksordbok heitir tveggjæ binda landbúnaðarorðabók sem kom út hjá Det Norske Samlaget í Osló í mars. Þetta ritverk, þótt merkilegt sé, mundi sennilega ekki vekja mikla athygli hér á landi, ef ekki væri vegna þess að í því eru m. a. 13.400 íslensk orð um landbúnað og skyld svið. Alls eru í báðum bindunum 120.000 orð, tengd landbúnaði, á 8 tungumálum. Útgáfa landbúnaðarorðabóka með þessu sniði mun vera sjaldgæfur viðburður í heim- inum, enda segja útgefendur í formála, að þeim sé ekki kunnugt um aðrar en finnsku samheitaorðabókina Maatalauden sam- akirja (Helsinki 1958) og bandarísku orða- bókina A Dictionary of Agriculture and All- ied Terminologi (Winburne, Michigan State University Press, 1962). Norsk landbruksordbok á sér langan að- draganda, en fyrir rúmum áratug komst skriður á málið og verkið kom út nú í ársbyrj- un, sem áður var getið. Utan málsvæðis Norðurlandanna er stundum litið á dönsku, norsku og sænsku sem mállýskur af einni tungu, svo náskyld eru þessi tungumál. Ef nánar er að gáð, er þó málnotkun og orðfæri oft mismunandi á þessum þjóðtungum. Gott dæmi um það er norska orðið ,,onn“, þýtt á sænsku í orða- bókinni með „brádskande jordbruksar- bete“, á dönsku með „travlt markarbejde", á íslensku með ,,önn“, flt. annir. í fyrra bindinu eru 23.000 norsk lykilorð með skýringum og erlendum samheítum. í seinna bindi bókarinnar eru þýðingar á norskum lykilorðum í aðalbindi (I. bindi) á samisku, sænsku, dönsku, ensku, þýsku, ís- lensku og finnsku. Að sjálfsögðu leggur norska nafngiftin grundvöll að orðalistum( annarra tungna. Norsk orð koma fyrir í aðal-' bindinu, sem ekki eiga samheiti í einu eða fleiri öðrum málum, og er norska orðið ,,onn“, sem fyrr var getið, dæmi um það. Stundum getur samheitið vantað þegar um er að ræða fyrirbæri, sem naumast eða ekki eru til á einhverju hinna málanna. Að því er að okkur íslendingum snýr, á þetta t. d. við um skógrækt, jurtir, meindýr og sjúkdóma, sem ekki eru til hér’á landi. í orðalistum síðara bindis eru 1400 samisk orð, 20100 sænsk, 19000 dönsk, 22700 ensk, 22000 þýsk, 13400 íslensk, 16000 finnsk og 4800 vísindaheiti, alls um 120000 orð. í orðabókinni eru orð og hugtök úr rösk- lega 50 efnisflokkum í landbúnaði og skyld- um greinum. Þar er að finna orð um líffræði, náttúruvísindi og tækni. Orðabókin er nyt- FREYR 297

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.