Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.1979, Side 34

Freyr - 01.05.1979, Side 34
Einevoll, framkvæmdastjóri Orðabókarinnar, Solberg prófessor, Gísli Kristjánsson, Heide, rektor Búnaðar- háskólans, Oksnes, landbúnaðarráðherra, Swarhákki, Finnlandi. söm fyrir fieiri en landbúnaðarmenn, t. d. munu nemendur og kennarar í æðri skólum hafa ágætt gagn af henni, svo langt sem hún nær. Landbúnaðurinn er gamall atvinnu- vegur, en í bókina hafa ekki verið tekin önnur orð en þau, sem nú eru í notkun. Norsk landbruksordbok er að þessu sinni gefin út í tiltölulega litlu upplagi, því ráðgert er að hún komi út aftur innan fárra ára, endurskoðuð og aukin. Aðalritstjóri var Magne Rommetveit, dósent í nýnorsku við Óslóarháskóla. Stofnkostnaður bókarinnar var sem svaraði 200 milljónum íslenskra króna, en norska ríkið og ýmsar vísinda- stofnanir kostuðu verkið. Orðabókin kostar nú 30.000 ísl. kr. hjá forlaginu. íslendingar hófu seint þátttöku í verkinu, vegnafjárskorts. Það varekki fyrren 1973 að byrjað var að vinna að íslenska hlutanum með framlagi stjórnar orðabókarinnar í Osló og ágætri aðstoð frá norræna menningar- málasjóðnum. Umsjón með íslenska orðasafninu hatoi Gísli Kristjánsson ritstjóri, og engum einum manni er það jafn mikið að þakka að ís- lendingar tóku þátt í þessu verki, enda var hann vakinn og sofinn að því. Málfræðilegur ráðunautur íslenska hlutans var dr. Bjarni Einarsson Alls unnu að íslenska hlutanum um 70 manns í ýmsum sérgreinum. Guðmundur Jósafatsson vann að verkinu með Gísla. Verkið var skipulagt þannig, að 42 vinnu- heftum, sem náðu yfir hin ýmsu svið, var dreift til sérfróðra manna, sem gerðu sínar tillögur um íslensk orð og samheiti. Gísli Kristjánsson fór yfir niðurstöðurnar og bar saman við orðabækur og nýyrðahefti. Þá tók Guðmundur Jósafatsson við og gerði spjaldskrá yfir orðin. Norðmenn lögðu svo fyrir, að ekki væru fleiri en 3 íslensk samheiti með hverju lykilorði. Kom þá til kasta Gísia og dr. Bjarna Einarssonar að velja og hafna. Bjarni Einarsson fór að lokum yfir allan ís- lenska hluta verksins. Þeirfélagar, Gísli og Guðmundur, unnu að verkinu með sprettum í tvö ár. Þær stundir voru ómældar, sem þeir unnu á kvöldin og um helgar og gerðu engan reikning fyrir. Hefur Gísli sagt mér að þetta sé skemmti- legastaverksem hann hafi unnið áævi sinni. Þess er áður getið að í orðabókinni væru 13400 íslensk orð. Það er metnaðar og hagsmunamál fyrir okkur íslendinga að eiga aðild að þessu verki. Við búum á fámennu og einangruðu málsvæði og okkur vantar sífellt orð yfir ný og ókunn orð og hugtök. Þess vegnaerakkurfyrirokkurí uppsláttarriti sem þessu. Því miður eru færeysk landbúnaðar- orð ekki með í bókinni sem þó hefði verið ánægjulegt. Vonandi koma Færeyingar með í næstu útgáfu. Norsk landbruksordbok ervænn skerfurtil norrænna búnaðarbókmennta. Hafi þeir allir þökk, sem henni komu á legg. J- J. D.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.