Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.1979, Side 37

Freyr - 01.05.1979, Side 37
Steingrímur Hermannsson landbúnaðarráðherra ávarpar formenn búnaðarsambandanna. Kristófer Kristjánsson, Köldukinn, formaður Búnaðarsambands Austur-Húnavatnssýslu. Fyrir Skagfirðinga mætti Egill Bjarnason, ráðunautur, í fjarveru formannsins, Jónasar Haraldssonar, Völlum. Sveinn Jónsson frá Kálfsskinni, formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Helgi Jónasson, Grænavatni, formaður Búnaðarsambands Suður-Þing- eyinga. Eggert Ólafsson, Laxárdal, formaður Búnaðarsambands Norður-Þingeyincja, Snæþór Sigurbjörnsson, Gilsárteigi, for- maður Búnaðarsambands Austurlands. Fyrir Búnaðarsamband Austur-Skaftfellinga var ekki mætt, en formaður þess er Þorsteinn Jóhannsson, Svínafelli. Þá var á fundi Stefán Jasonarson í Vorsabæ, formaður Búnaðar- sambands Suðurlands. Auk framamalinna sátu fundinn stjórnar- menn Búnaðarfélags íslands: Ásgeir Bjarna- son, Einar Ólafsson og Hjörtur E. Þórarins- son, og Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri. Og sem gestir mættu frá landbúnaðar- ráðuneytinu: Steingrímur Hermannsson, landbúnaðarráðherra, Sveinbjörn Dagfinns- son, ráðuneytisstjóri, og Guðmundur Sig- þórsson, deildarstjóri. Fundarstjóri var kjörinn Kristófer Kristjánsson og til vara Stefán Jasonarson, en fundarritarar Sigurður Þórólfsson og Sveinn Jónsson. Formaður Búnaðarfélags íslands setti fundinn, síðan flutti Steingrímur Hermanns- son, landbúnaðarráðherra, ávarp og ræddi um þau málefni landbúnaðarins, sem unnið hefur verið að eða áformað er að flytja um lagafrumvörp á Alþingi nú á næstunni. Hann gat þess fyrst, að tekist hefði að greiða fyrir áramót 1300 milljónir, sem vant- að hefði á, að útflutningsbótafé nægði á síð- asta ári, og þannig ná lengra en fyrirheit voru gefin um í stjórnarsáttmála. Ráðherrann vék næst að endurskoðun á Framleiðsluráðslögum, bæði þeim ákveðnu breytingum, sem svongfnd sjömannanefnd lagði til og nú er brátt að vænta, að afgreidd- arverði á Alþingi, og einnig að þeirri heildar- endurskoðun á lögunum, sem er í höndum sérstakrar nefndar, sem væntanlega skilar áliti bráðlega. Þar er reiknað með, að lagðir verði til beinir samningar við ríkið. Því næst gerði ráðherrann grein fyrir þeim undirbúningi að þingsályktun um stefnu- mörkun fyrir landbúnaðinn, sem unnið er að á hans vegum. Hann kvað það skoðun sína, að Alþingi ætti að marka stefnu í landbún- FREYR 301

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.