Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1979, Síða 38

Freyr - 01.05.1979, Síða 38
aðarmálum og jafnframt bera ábyrgð á fram- kvæmd hennar. Að stefnumörkuninni kvaðst hann vilja vinna í sem nánustu samráði við fulltrúa úr bændasamtökunum og stofnanir landbúnaðarins. En auk þess væri rétt og nauðsynlegt að hafa samráð við fulltrúa neytenda og hlusta á raddir þeirra. Landbúnaðarráðherra vék að fleiri málum, m.a. fyrirhuguðum breytingum á jarðrækt- arlögum á þann veg, að það fjármagn, sem eftirákvæðum þeirra hefur gengið til bænda, geti gert það áfram í jafn miklum mæli, þó að framkvæmdir drægjust saman, eins og vænta mætti, að gerðist á næstunni. Með því að nota hluta af þessu fjármagni, t.d. til að styrkja nýjar búgreinar og tilraunir með þær, gæti landbúnaðurinn notið þessa betur en ella. Guðmundur Sigþórsson, deildarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, ræddi um áætl- anagerð þá, sem fyrirhuguð er og gerðar hafa verið tillögur um, m.a. af sjömanna- nefnd. Áætlanir um heildarframkvæmdir í landbúnaðinum og fyrir hvert býli. Þessar áætlanir taldi hann nauðsynlegar til þess að hafa skipulag og stjórn á framleiðslunni í framtíðinni. Halldór Pálsson flutti stutt erindi um skattamál búnaðarsambandanna. Dómur féll nýlega í Hæstarétti í prófmáli um aðstöðugjald, sem Akureyrarbær lagði á Búnaðarsamband Eyjafjarðar. Málið tapað- ist í Hæstarétti. Lög um tekju- og eignaskatt virtust ótvíræð á þann veg, að búnaðarsam- bönd ættu ekki að vera skattþegnar sam- kvæmt þessum lögum. Hins vegar virtust lög um tekjustofna sveitarfélaga vera í ósam- ræmi við þetta, og mætti ætla, að það væru glöp í löggjöfinni. í annan stað væri um að ræða annað prófmál varðandi aðstöðugjald og tekjuskatt á ræktunarsamband Mýra- sýslu, en dóms mun fljótlega að vænta í því máli. Hins vegar gat Halldór þess, að ríkis- skattanefnd hefði úrskurðað, að Búnaðar- samband Strandamanna væri ekki skatt- eða framtalsskylt. Þá greindi hann frá viðræðum sínum við fjármálaráðherra um málið og las upp bréf Búnaðarfélags íslands til hans um málið, þar sem beðið er um úrskurð hans í þessum skattamálum. Helgi Jónasson gerði grein fyrir samning- um búnaðarsambands við starfsmenn sína, ráðunauta og frjótækna. Miklar umræður urðu um öll málefnin, og voru þau m. a. rædd í nefndum. Ályktanir voru gerðar í nokrum málum. Nýtt lyf gegn kálmaðki: OFTANOL í Handbók bænda 1979 er lítilega minnst á þrjú varnarefni gegn kálmaðki, sem mest hafa verið í notkun hérá undanförnum árum. Af umræddum efnum hefur Agritox náð mestri útbreiðslu, en sú gerð þess, sem hér hefur verið fáanleg, er kyrni, sem inniheldur 7,5% af efninu trichloromat. Framleiðslu og sölu á Agritox er nú hætt og verður það ekki fáanlegt á komandi vori. í stað þess kemur lyfið OFTANOL, sem nýlega hefur fengist viðurkennt og skrásett af eitur- efnanefnd. Oftanol er smákornótt (kyrni) og inniheldur Isofenphos. Af framleiðanda eru eiginleikar og áhrif talin vera mjög svipuð og hjá Agritox. Einnig er það notað í sama magni. Oftanol var lítilsháttar reynt hér síðastliðið sumar með góðum árangri. Hættutími Oftanols er langur, t. d. 90 dagar í NOREGI, kemur því ekki til greina að nota lyfið við ræktun á pottarófum eftir að þær hafa verið settar út í garðinn. Þeim, sem kunna að kaupa Oftanol á kom- andi vori til notkunar, er bent á að hyggja vel að meðfylgjandi leiðbeiningum um notkun þess og fylgja í hvívetna þeim upplýsingum um notkun, sem þar eru skráðar. Ö.V.H. 302 FREYR

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.