Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1981, Síða 7

Freyr - 01.04.1981, Síða 7
Byggð og búseta í sveitum verði tryggð Búnaðarþingi lauk sunnudaginn 1. mars og hafði þá staðið í 14 daga. 55 mál voru tekin til umræðu og 51 þeirra afgreitt. Ýmissa þessara ályktana mun verða getið hér í blaðinu síðar eða þær birtar. Þingið ræddi mikið um leiðir til að auka fjölbreytni í atvinnulífi í sveitum og tryggja byggð þar og búsetu. Á Búnaðarþingi voru kosnar tvær milliþinga- nefndir. Var annarri falið að endurskoða lög um grænfóðurverksmiðjur, en hinni að endurskoða lög um þingsköp Búnaðarþings. Búnaðarþing sendi frá sér fjölmargar álykt- anir. Má þar nefna ályktun þess efnis að stjórn Búnaðarfélags íslands var falið að hlutast til um það við Almannavamir ríkisins og al- mannavarnir einstakra héraða að fyrir hendi sé skipulögð neyðarþjónusta þegar heilar sveitir, sveitarhlutar eða einstakir bæir einangrast með einhverjum hætti. Búnaðarþing samþykkti ályktun um eflingu Jarðasjóðs til þess að sjóðurinn geti gegnt því hlutverki sem honum er ætlað að lögum að greiða fyrir bændum og sveitarfélögum með eigendaskipti á jörðum. Þá samþykkti Búnaðar- þing ályktun þar sem hvatt er til þess að Stofn- lánadeild landbúnaðarins hefji lánveitingar út á tækjakaup og mannvirki til æðarræktar. Búnað- arþing skoraði á landbúnaðarráðherra að hann hlutist til um að nýbyggingargjald, sem innheimt hefur verið af rekstrarbyggingum landbúnað- arins, verði endurgreitt. Samþykkt var ályktun um fæðingarorlof bændakvenna og fái bænda- konur greitt þriggja mánaða orlof hið fyrsta. Eins og áður var getið verður nánar greint frá störfum búnaðarþings í Frey síðar. Við upphaf Búnaðarþings flutti búnaðar- málastjóri skýrslu stjórnar Búnaðarfélags íslands. í lokin ræddi hann um hlutverk Búnað- arþings og ný viðhorf í leiðbeiningarþjón- ustunni. Niðurlag skýrslunnar birtist hér á eftir: „Ég hef alla tíð síðan ég kynntist Búnaðar- þingi og starfsháttum þess borið virðingu fyrir því og hefur hún vaxið með nánari kynnum, jafnt af þætti þess í sögu íslensks Iandbúnaðar og störfum þess síðari árin. í fyrsta lagi er Búnaðarþing æðsta stjórn Bún- aðarfélags íslands, þess merka félags allra ís- lenskra bænda. Það á að vera og er fullyrði ég takmark okkar allra — ykkar búnaðarþingsfull- trúa og stjórnarmanna Búnaðarfélags íslands, og okkar starfsmanna Búnaðarfélags íslands að halda uppi reisn þess — eins og við viljum allir reisn bændastéttarinnar sem mesta og hag henn- ar sem bestan. í öðru lagi er Búnaðarþing ráðagjafarþing um málefni bændastéttarinnar og hefur um slíkt haft ómetanleg áhrif til framfara og farsældar. Ráðgjafarþing þóttu að vísu háð miklum tak- mörkunum og eru það að sjálfsögðu, en bænda- stéttin getur ekki ætlað sér sjálfdæmi í málum sínum og ekki sett ein sín lög, fyrir sig frekar en aðrir þjóðfélagshópar. En því betur, sem mál eru hér könnuð, því betur sem tillögur eru grundvallaðar og álykt- anir rökstuddar, því meiri líkur eru fyrir því að eftir þeim verið farið og málin nái fram að ganga. Því er þeim tíma og fjármunum ekki illa varið, sem fara til setu og starfa á Búnaðarþingi á með- an það vinnur svo vel að málum sem hingað til. Allir þekkjum við stöðu landbúnaðarins nú. Nú er bændastéttinni margháttaður vandi á höndum. Ég ræði það ekki hér hve vandasamt það er að þræða þann meðalveg í framleiðslumálum, sem framundan er. Án þess að samdráttur leiði til stórum verri kjara. Án þess að það leiði til hlut- fallslegrar afturfarar. Án þess að hætta skapist á byggðaröskun eða byggðahruni. Ég minni hér á að hlutverk Búnaðarfélags íslands og ráðunautaþjónustu þess við þessar aðstæður er mikilvægt og vandasamt. Og þá ekki síður hlutverk búnaðarsambandanna í hverju héraði. Ég hef orðið þess mjög áþreifa nlega var, að sú freyr — 247

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.