Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1981, Blaðsíða 12

Freyr - 01.04.1981, Blaðsíða 12
Þegar ár er liðið frá samþykkt þessarar tillögu skal ríkis- stjórnin gefa Alþingi skýrslu um framkvæmd hennar“. í greinargerð með þingsálykt- uninni kemur fram að markmiðið með sérstökum stuðningi opin- berra aðila við þjónustu- og úr- vinnsluiðnað í sveitum, sé að bæta búsetuskilyrði þar og að skapa fólki til sveita fjölbreyttari atvinnu en nú er. Einnig er markmiðið að finna einhverja leið til aukinnar atvinnu fyrir aldraða í sveitum, þannig að gamla fólkið geti dvalist heima sem lengst. í greinar- gerðinni er sérstaklega vitnað til svohljóðandi samþykktar Alþingis frá árinu 1975: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að undirbúa í sam- ráði við launþegasamtök landsins frumvarp til laga um atvinnumál aldraðra og verði að því stefnt, að allir 67 ára og eldri, sem til þessa hafa þrek og vilja, geti átt kost á atvinnu við sitt hæfi“. Aðstæður til að koma á fót smáiðnaði í sveitum eru mjög misjafnar. Víða vantar þriggja fasa rafmagn en það er mjög bagalegt fyrir þann iðnað, sem nú þegar er rekinn þar. Einnig er vegasam- band innan margra sveita lélegt á vetrum og því erfitt um vik fyrir þá sem vilja sækja atvinnu að heiman. Þá getur verið mjög kostnaðar- samt fyrir iðnfyrirtæki í sveitum að fá vatn og gera holræsi. Síðast en ekki síst er mjög mikill skortur á sérhæfðu vinnuafli utan þéttbýlis og myndi hljótast af margs konar aukakostnaðar, eins og t. d. að sjá slíku fólki fyrir húsnæði ef það á annað borð fengist. Alla þjónustu í sambandi við viðgerðir, tækniráð- gjöf, hagræðingu og banka þarf oft að sæk ja um langan veg og er af því mikill kostnaður. Lager af hráefn- um þarf jafnan að vera stærri hjá fyrirtækum í sveitum þar sem erf- iðara er um aðdrætti þar en í þétt- býli. Með þessar staðreyndir í huga virðist æskilegt að hið opinbera stuðli einungis að vexti lítilla ið- naðarfyrirtækja í sveitum, en að stærri iðnaðarfyrirtæki verði bundin við þéttbýli sem fyrr. 2. Áhugi hreppsnefnda á nýrri at- vinnustarfsemi. Sumarið 1979 sendi byggðadeild fyrirspurnir til forsvarsmanna hreppa á Norðurlandi þar sem áhugi heimamanna á uppbyggingu atvinnurekstrar var kannaður. Af 50 hreppsnefndum sem spurðar voru svaraði 41. I könnuninni var spurt hvort vit- að væri um einhverja aðila sem hefðu áhuga, eða áform um, að koma á fót atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu. Af 41 svöruðu 30 þessari spurningu neitandi eða létu ósvarað. Af þeim 11 sem nefndu áform eða áhuga á atvinnustarf- semi nefndu 10 iðnað. í 4 tilvikum var sauma- og prjónastofa nefnd og í 6 tilvikum véla- og viðgerðar- verkstæði. Einnig var minnst á húsasmíði í einu tilviki og hey- kögglaframleiðslu í öðru. Síðan var spurt hvort sveitarfé- lagið væri tilbúið að stuðla að upp- byggingu atvinnurekstrar með eigin þátttöku, lánum, ábyrgðum, lágum aðstöðugjöldum í upphafi eða annars konar aðstoð. í svör- unum lýstu 27 sveitarfélög sig reiðubúin til aðstoðar við upp- byggingu atvinnurekstrar og 9 sveitarfélög töldu það vel koma til greina, án þess þó að tjá sig nánar um það. Þá svöruðu tvö sveitarfé- lög neikvætt og ekkert svar barst frá þremur þeirra. Ekki er vafi á því að í sumum sveitum hefur með aukinni vél- væðingu myndast svo kallað dulið atvinnuleysi í því formi, að ekki er lengur þörf allra á heimilinu við bústörf. Er hér sérstaklega um að ræða húsmæður, unglinga og eldra fólk sem hafa e. t. v. áhuga á að stunda aðra atvinnu, a. m. k. hluta úr degi, allt árið um kring. Til þess að kanna þetta nánar voru for- svarsmenn hreppa á Norðurlandi spurðir hversu margir af íbúum sveitarfélagsins væru tilbúnir að stunda aðra atvinnu en búskap, annað hvort hluta úr degi eða allan daginn. Fyrir nokkra hreppa var þessari spurningu svarað nokkuð vel og var ótrúlegt hversu stór hópur var tilbúinn að stunda aðra vinnu en hefðbundin bústörf. Þannig er háttað með 20—30 manns í Akra- hreppi (327 íbúar), um 20 manns í Aðaldælahreppi (412 íbúar), 15—20 manns í Ljósavatnshreppi (292 íbúar), 10 í Fellshreppi (57 íbúar) og 8—10 manns í Staðar- hreppi í Skagafirði (136 íbúar). Að auki var í 16 tilvikum nefnt að ein- hverjir íbúar hreppsins vildu stunda aðra atvinnu en bústörf, þótt engar tölur væru nefndar því til stuðnings. Niðurstaðan erþví sú að í 22 af 41 hreppi telja forsvars- menn sveitarfélagsins að nýja at- vinnustarfsemi vanti. 3. Könnun á atvinnu utan bús. Mjög litlar upplýsingar liggja fyrir um það hversu margt fólk í sveit- um stundar atvinnu utan bús og í hve miklum mæli. í Suður-Þing- eyjarsýslu, austan Ljósavatns- karðs, eru óvenju mörg bú með undir 300 ærgildi, eða samtals 106 jarðir fardagaárið 1978—79 af 262 jörðum alls. Á s. 1. ári gekkst byggðadeild Framkvæmdastofnunar fyrir könnun á atvinnu utan bús hjá heimilisfólki á þessum 106 jörðum. Könnunin fór þannig fram að útbúin voru eyðublöð með spurningum fyrir hverja jörð sem 252 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.