Freyr

Volume

Freyr - 01.04.1981, Page 15

Freyr - 01.04.1981, Page 15
Sigurður Þráinsson kennari Garðyrkjuskóla ríkisins Gróðrarskýli í matjurtagörðum Á síðari árum hefur talsvert verið rætt um neysluvenjur okkar íslendinga. Hafa flestir sem um hafa fjallað lagt áherslu á mikilvægi fjölbreyttari fæðu og þá ekki síst bent á að stuðla þurfi að aukinn grænmetisneyslu. Stóraukin heimilisgarðrœkt er forsenda þess að fólk eti meira grænmeti. Heimildir um slíka ræktun eru af skornum skammti en Ijóst er að hún er ekki nægilega almenn t. d. til sveita. Lítil garðhola getur gefið ótrúlega mikla og fjölbreytta uppskeru og orðið til ánægju og yndisauka. Talsvert er unnið að þjónustu við áhugafólk á sviði heimilis- garðræktar. Má í því sambandi nefna starf garðyrkjuráðunauta, námskeið við Garðyrkjuskólann og fræðslufundi víðsvegar um landið. Ýmis félagasamtök, ekki síst kvenfélög og kvenfélaga- samtök láta einnig þessi mál til sín taka. Garðyrkjufélag íslands er félagsskapur áhugafólks og þar eiga allir heima sem vilja yrkja garðinn sinn. í þessari grein verður stuttlega fjallað um mismunandi gerðir gróðrarskýla sem setja má upp í heimilisgarðinum. Slík skýli geta haft úrslitaáhrif á hvernig til tekst. íslensk veðrátta er á stundum rysjótt og sumar matjurtategundir gera kröfur um betri skilyrði en lc CÆkJA — Uornh*u-l. Gródrarskýli úr timburramma með gleri eða plasti. FREYR — 255

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.