Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1981, Síða 19

Freyr - 01.04.1981, Síða 19
Stofnar byggs? Par hefur Mari bygg reynst best vegna þess aö það fýkur minnst korn úr axinu á því. Arla er líka góður stofn og þroskast fyrr en Mari, en þoiir ekki eins vel vind á haustin. Annarserverið að leitaað nýjum stofnum. Illgresi? Þar sem verjast þarf illgresi er það gert með Herbatox-D3. Magn efnisins fer eftir því, hve illgresis- hættan er mikil, en 4,5 — 6 lítrar á hektara er ráðlegt og þeim er úðað í um 400 — 600 lítrum af vatni. Með úrvalstækjum má þó nota mun minna vatn eða allt niður í 200 lítra /ha. Ef úða þarf, er það gert í byrjun júní, þegar arfinn fer að fjölga blöðunum. Þar sem korn hefur verið rœktað áður er nauðsynlegt að plíegja landið. Uppskera og nýting kornsins? í ágúst þarf að meta þroskalíkurn- ar. Ef þroski á að nást, þarf kornið að hafa skriðið fyrir eða um 20. júlí. Sé kornið ekki farið að safna mjölva í axið og farið að þyngjast um 20. ágúst, eru þroskalíkur litlar. Þá þarf að meta, hvort kornið á að standa til þroskunar, eða er tekið í vothey. Þá þyrfti að vera hægt að gera veðurspá til loka september. Þar verður bóndinn að taka ákvörðun um, hvað hann vill gera. Þetta fer þó líka eftir uppskeru- aðferðum. Ef menn ætla að súrsa kornið, er mun minni áhætta að láta kornið standa áfram. Þá eru slegnir u. þ. b. 10— 15 cm. ofan af korninu með sláttutætara, þ. e. sem minnst annað en axið sjálft, og Byggakur á Sámsstöðum. súrsað í loftþéttri geymslu t.d. turni. Slíkt korn er gott fóður fyrir svín og geldneyti, en aftur ekki fyrir mjólkurkýr. Hálminn má svo slá og hirða, en einnig má beita t. d. hrossum á hann eða brenna hann. Ef kornið er skorið upp með þreskivélum, er það hins vegar þurrkað og það verður að gera strax. Eggert á Þorvaldseyri hefur lítinn þurrkara, þar sent lofti sem hitað er upp með olíu er blásið í gegnum kornið. Á Sámsstöðum höfum við þurrkað kornið hjá Stórólfsvallabúinu og þar er því blandað í fóðurblöndu til helminga miðað við þurrefni við grænfóð- urhafra. Notar þú heimaræktað sáðfræ? Nei, það þykir of áhættusamt, því að spírunargeta fræsins minnkar, ef það fær á sig frost. Og að lokunt, hve mikið hefur þú undir af kornökrunum á Sáms- stöðum? Það eru frá 10 niður í 5 ha., nema kalda sumarið 1979. Þá sáðum við ekki korni. M. E. FREYR — 259

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.