Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1981, Síða 20

Freyr - 01.04.1981, Síða 20
Parna er orlofshópur nr. 2 að bíða eftir því að fara inn í sútunarverksmiðju Sláturfélags Suðurlands. Allir hóparnir þrírfóru þangað og fengu feikna fróðleik hjá Ásgeiri framleiðslustjóra um verð á gærum og framtíðarhorfur. Kvenfólkinu þótti lyktin vond þarna inni. (Ijósmyndir með þessari grein tóku J.J.D. og A.G. myndatextar A.G.) Sveitafólk í orlofi Líklega hafa íslensku kvenfélagasamtökin átt frumkvœöiö að reglulegum orlofsdvölum húsmæðra hér á landi. Einnig má telja skipulegar bœndaferðir á vegum Búnaðarfélags Islands af sama toga. En fyrsti vísir að alhliða orlofi sveita- fólks voru tvær orlofsvikur á Hvanneyri íjúni og ágúst ífyrra og var þeirra getið í Frey á sínum tíma. Peim var komið á fyrir samstarf Bændaskólans á Hvanneyri og Stéttarsam- bands bænda. Líkaði þessi starfsemi vel. Á aðalfundi Stéttarsambands bænda 1980 var samþykkt að skipuleggja orlofsdvöl fyrir sveitafólk að vetri til í Reykjavík. Þessu var svo hrundið í fram- kvæmd á fyrstu mánuðum yfir- standandi árs með samstarfi Stétt- arsambands bænda, Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins og Hótel Sögu í Reykjavík. Upplýs- ingaþjónusta landbúnaðarins kynnti málefnið í vetrarbyrjun með því að senda öllum hreppa- búnaðarfélögunum greinargerð um hvað til stóð. 260 — FREYR Agnar Guðnason blaðafulltrúi bændasamtakanna hefur borið veg og vanda af því að skipuleggja or- lofsdvölina og fréttamaður Freys innti hann tíðinda af þessari starf- semi. Fyrsta orlofsvikan var frá 26. janúar til 1. febrúar. Þátttakendur voru þá 25. Vikuna 9.—13. febrú- ar voru 39 manns og 37 í síðustu orlofsvikunni, 9.—15. mars. Hafa því rúmlega 100 manns notið or- lofsdvalar á vegum bændasamtak- anna að þessu sinni. Hvernig var orlofmu hagað? Það var nokkuð fastmótað í öll * þrjú skiptin. Orlofsfólkið gisti á Hótel Sögu, og þar var það eigin húsum en bændasamtökin eiga (Búnaðarfélag íslands á 2/3 Stétt- arsamband bænda 1/3 hluta í Bændahöllinni) og reka þar gisti- hús eins og vonandi allir vita. Aðaláherslan var lögð á að heimsækja afurðasölufélög bænda og má segja að fimm fastir liðir hafi verið á öllum orlofsvikum: Heimsókn í Sútunarverksmiðju Sláturfélags Suðurlands, Afurða- sölu S.Í.S., Osta- og Smjörsöluna, Mjólkursamsöluna og Rann- sóknastofnun landbúnaðarins. i Þá var farið í Frystihús ís- bjarnarins, heimsóttar verslanir í bænum, Þjóðminjasafnið skoðað og drukkið kaffi í Norræna- r Húsinu. Á kvöldin hefur fólkið farið í leikhús eða skemmt sér á annan hátt á Hótel Sögu. t

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.