Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.04.1981, Qupperneq 23

Freyr - 01.04.1981, Qupperneq 23
Agnar Guðnason Búnaðarþing árið 1981 Búnaðarþing var sett mánudaginn 16. febrúar og slitið sunnudaginn 1. mars. Alls voru haldnir 16 fundir, afgreidd voru 51 mál en 55 voru lögð fyrir þingið. Mjög lítið var um ágreining um afgreiðslu málá á þessu Búnaðarþingi. Pað var helst deilt um ályktun allsherjar- nefndar, þar sem lýst var stuðningi við setningu bráða- birgðalaganna í júní í fyrra um innheimtu kjarnfóður- gjaldsins. Breytingartillaga kom frá fjórum fulltrúum, þeim Agli Jónssyni, Seljavöllum, Sveini Jónssyni, Kálfskinni, Stefáni Halldórssyni, Hlöðum og Engilbert Ingvarssyni, Tyrðilmýri. Þeir lögðu til að allt það fé sem innheimtist af kjarn- fóðurgjaldi yrði notað til að greiða niður verð á tilbúnum áburði. Breytingartillagan var felld með 18 atkvæðum gegn 4. Fylgjandi ályktun allsherjarnefndar voru 19 fulltrúar. Samdráttur í hefðbundinni fram- leiðslu. Mjög mikið var rætt á Bún- aðarþingi um leiðir til að auka fjölbreytni í atvinnulífi sveitanna. Menn voru sammála um nauðsyn þess að treysta byggð í sveitunum og stuðla að uppbyggingu nýrra búgreina. Athyglin beindist að loðdýra- ræktinni og á einum fyrstu dögum þingsins var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Búnaðarþing telur líklegt, að framundan sé vaxtarskeið í loðdýrarækt hérlendis, og að því beri að stuðla. Pingið telur, að nú sé réttur tími til að móta þá stefnu, sem þróun þessarar bú- greinar tekur í framtíðinni, og leggur á það ríka áherslu, að hún verði felld í þann farveg, að vera fyrst og fremst aukabúgrein á sveitabýlum, er tryggi afkomu og styrki búsetu í dreifbýli vegna samdráttar eða vaxtarstöðvunar í hefðbúndnum búgreinum. Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélags íslands að skipa nefnd, er vinni að því að gera tillögur til stjórnvalda um samræmda tilhögun þeirra þátta, er ráða munu þróun loð- dýrabúskaparins, og bjóða Stéttarsambandi bænda aðild að nefndinni." öryggismál sveitanra og viðlagatrygging. Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambands bænda, lagð; fram tvö erindi á Búnaðarþingi um öryggismál sveitanna og um við- lagatryggingu. Þessum málum var vísað til allsherjarnefndar. Nefndin gerði all ítarlegar álykí- anir í þessum málum, sem voru síðan afgreiddar frá Búnaðarþingi. í fyrsta lið ályktunarinnar um viðlagatryggingu beinir Búnaðar- þing eindreginni áskorun til ríkis- stjórnar og Mþingis að útvega Bjargráðasjóði fé til þess, að sjóðurinn geti veitt lán og framlög vegna hins gífurlega og almenna tjóns, er varð í ofviðrinu dagana 16. og 17. febrúar 1981. Þá lagði Búnaðarþing til að verksvið Viðlagatryggingar ís- lands verði gert mun víðtækara en nú er og í framhaldi af því, er bent á allmörg atriði, sem huga beri að fyrir þá stjórnskipuðu nefnd, sem nú vinnur að endurskoðun laga, um Viðlagatryggingu íslands. I ályktuninni um öryggismálin var því beint til Almannavarna ríkisins að samræma aðgerðir, sem stuðlað gætu að því að heilar sveitir eða sveitarhlutar einangrist ekki í lengri eða skemmri tíma, þegar það gerist allt samtímis, að vegasamband teppist, rafmagn fer af og sími bilar. Þá er einnig bent á nauðsyn þess, að í öllum héruðum landsins sé skipulögö neyðarþjónusta. Lögð verði áhersla á að koma sjálfvirkum síma um land allt og símalögnum í jörð. Hagsmunamál hrossabænda. Búfjárræktarnefnd kynnti sér álit nefndar, sem landbúnaðarráð- herra skipaði árið 1979 til að hyggja að afkomu þeirra, sem stunda hrossarækt, sem atvinnu- grein, en nefnd sú skilaði áliti í maí 1980. Nokkrar tiTIögur nefndar- innar eru teknar upp í ályktun bú- fjárræktarnefndar, sem samþykkt var á Búnaðarþingi. Þar er m. a. FREYR — 263

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.