Freyr - 01.04.1981, Side 25
>
Frá vinsUri: Stefán Halldórsson Hlöðum, Teitur Björnsson Brún og Egill Bjarnason, Sauðárkróki.
koma sér upp tækjum til vinnslu
rekaviðar og koma á skipulagi í
sölu og dreifingu þessarar vöru,
sem er fyrst og fremst girðingar-
staurar. Einnig er bent á að auka
megi verðmæti rekaviðar til
mikilla muna frá því sem nú er. Þá
var samþykkt áskorun til Stofn-
lánadeildar landbúnaðarins að
lána til mannvirkjagerðar vegna
æðarvarps. Það þykir sanngjörn
krafa þar sem innheimt er gjald til
Stofnlánadeildar af æðardúni.
Veiðimálastofnunarinnar að hún
léti gera úttekt sem allra fyrst á
möguleikum til aukinnar fiskrækt-
ar, sem hugsanlega gæti orðið arð-
bær á næstu árum og þá um leið
orðið öflug stoð fyrir styrkari
búsetu og betri efnahagsafkomu
viðkomandi veiðisvæða.
Hér hefur aðeins verið drepið á
örfá mál, sem um var fjallað á
Búnaðarþingi. Nú er það stjórnar
Búnaðarfélagsins að fylgja þessum
málum eftir og að sjálfsögðu er
það komið undir vilja Alþingis og
stjórnvalda hvað af þessum málum
kemur til framkvæmda.
Búnaðarþingsfulltrúar vinna
mjög vel að afgreiðslu mála, fjöldi
manna er kallaður fyrir hinar ýmsu
nefndir Búnaðarþings og hvert
mál er þrautkannað áður en það er
afgreitt frá nefnd.
Þótt kosið sé pólitískt til Búnað-
arþings er mjög sjaldgæft að full-
trúarnir skiptist eftir flokkum í
afstöðu sinni til mála.
Fórðuriðnaður, fiskeldi
og fiskrækt.
Búnaðarþingsfulltrúar voru sam-
mála um að efla beri innlendan
fóðuriðnað og í lok Búnaðarþings
var kosinn þriggja manna nefnd til
að endurskoða lögin um grænfóð-
urverksmiðjur. Bent var á mik-
ilvægi þess að bændur vönduðu vel
til heyverkunar og nýttu sem best
heimaaflað fóður og spöruðu sem
mest aðkeypt fóður.
Búnaðarþing vill láta Veiði-
málastofnun kanna möguleika á
nýtingu afrennslisvatns frá garð-
yrkjustöðvum til þess að nota til
fiskeldis. Þá var sérstaklega bent á
þann möguleika að hefja hér eldi á
álum í tengslum við ylræktina. Þá
beindi Búnaðarþing því einnig til
Molar
■VY*
Ný girðingarlög í Noregi.
í Noregi eru girðingarlög í endur-
skoðun um þessar mundir. Vinnu-
hópur hefur skilað frumvarpi að
nýjum girðingarlögum til land-
búnaðarráðherrans. Megin
breytingin sem lagt er til að gerð
verði á núverandi lögum er að
landeigendur eða umráðamenn
lands skulu sjálfir vernda land sitt
fyrir ágangi búfjár, í stað þess að
áður báru búfjáreigendur ábyrgð á
þeim skaða, sem búfé þeirra olli.
Hér er m. ö. o. lagt til að líkt fyrir-
komulag verði tekið upp, eins og
lengi hefur verið hér á landi. Til-
gangurinn með þessu er sá að
stuðla að betri nýtingu úthaga og
afrétta en hingað til í Noregi.
Noregur hefur um árabil verið
stærsti kaupandi kindakjöts frá
íslandi. Með þessu .lagafrumvarpi
og fleiru er sýnt að Norðmenn
hyggjast auka sauðfjárrækt sína og
að því stefnir að markaður fyrir
íslenskt kindakjöt í Noregi muni
dragast saman.
Unnið upp úr Norsk Landbruk
nr. 23, 1980.
FREYR — 265
I
L