Freyr

Volume

Freyr - 01.04.1981, Page 26

Freyr - 01.04.1981, Page 26
Sigurður Sigurðarson, dýralæknir: Gallar á lambagærum valda erfiðleikum og umtalsverðu tjóni við framleiðslu á mokkaskinnum A fundi um sauðfjárrækt, ull og skinn, sem haldinn var á - ' m Akureyri á liðnu ári var meðal annars rætt um sérstakt vandamál, sem skinnaiðnaður á við að stríða sökum skemmda á gærum. Við framleiðslu á svokölluðum mokkaskinnum verða ýmsir gallar skinnanna greinilegri en við aðrar verkunaraðferðir á skinni því að holdrosahliðin snýr út á flíkum úr mokkaskinni og breytingar á húðinni sjálfri verða enn augljósari á þeirri hlið. Auk þess undirstrikar litunin allan mun. Algengustu gallarnir eru einmitt ljósir blettir á holdrosahliðinni. Ullin getur sýnst óbreytt, en oft verða breytingar á litblæ, áferð og þéttleika hára yfir skemmdum bletti. Blettirnir eru oftast langt inni á skinni og spilla stórlega nýtingu þess. Áætlað hefur verið að 8 af hverjum 100 lambskinnum, sem komu til verkunar í sútunarstöð og féllu til í haustslátrun 1979, hafi verið skemmd. Athugun á Keldum: Nokkur skinn með umræddum blettum voru athuguð á Keldum. Þrjú lituð og þrjú ólituð. Við at- hugun kom eftirfarandi í Ijós: Blettirnir eru 3—6 sm að þver- máli og á flestum skinnanna eru þeir framan við mitt skinn rétt utan við miðlínu, nálægt því sem herða- kamburinn hefur verið á skepnunni. Áferð í blettunum er önnur en utan þeirra, skinnið hefur tapað mýkt og fjaðurmagni þar sökum bandvefs-aukningur (örvefur). Skinnið hefur tekið verr litun í blettinum en utan hans og er bletturinn því enn greinilegri á lituðu skinnunum en þeim ólituðu (sjá mynd). Af útliti og staðsetningu þykir mega álykta, að orsök blettanna sé langvinn bólga eftir sprautun með lyfjum eða efnum. Á nokkrum blettanna eru smágöt, sem benda til þess að gert hafi út þar. Spraut- að hefur verið í herðakamb eða við hann. Þess er getið til að ófullnægjandi hreinlæti hafi átt sinn þátt í því að skemmdir urðu á skinnunum. Staðsetning á blettinum er slæm fyrir nýtingu. Hreinar nálar, sprautur og góð lyfjageymsla: Flestir fjárbændur vita, að þeim getur haldist uppi að slaka á ítrustu hreinlætiskröfum við meðferð á sprautum og nálum og við sprautanir. Minnst er áhættan, þegar notuð eru lyf og efni, sem ekki eru bólguvaldandi sjálf, eink- um vatnsuppleysanleg efni. I þeim flokki eru bóluefni og sermi (garnaveikibóluefni er undantekning). Ýmis lyf og efni, sem sprautað er undir húð kinda til að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá geta aftur á móti sjálf valdið bólgum án þess að óhrein- læti sé til að dreifa. Þegar slík efni eða lyf eru notuð, er enn mikil- vægara en ella að fylgja hreinlæt- isreglum. Pannig efni er t. d. garnaveikibóluefni, sem menn kannast við þar sem bólusett er við þeirri veiki. Garnaveikibóluefnið er samsett úr dauðum garnaveiki- sýklum og ólífuolíu m. a. Hvort tveggja, sýklarnir og olían valda langvinnri bólgu, þegar efnið kemur undir húð. Til þess er ætlast og er nauðsynlegt, svo að vörn gegn veikinni endist ævina út af einni bólusetningu. Alls ekki á að þurfa að grafa út, ef nægilegt hreinlæti er viðhaft. Þegar vel er bólusett eru flest skinn óskemmd. Fyrsta tilgáta um orsök blettanna var garnaveikibóluefni. Um það 266 — FREYR

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.