Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1981, Síða 30

Freyr - 01.04.1981, Síða 30
á Hesti. Hann fékk I. heiðurs- verðlaun á héraðssýningu í Eyja- firði haustið 1978 og var 7. í röð með 80.5 stig. í tilrauninni voru 21 Iamb undan Dreka og 17 lömb undan Gretti. Hluta lambanna undan hvorum hrút var slátrað í byrjun tilraunar um haustið, en hin látin ganga á káli í nærri 6 vikur og var ætlunin að kanna, hvort munur kæmi fram á fitumagni í kjöti á langri kálbeit eftir því hvort lömbin væru undan grófbyggðum eða þéttbyggðum hrút. Helstu niðurstöður úr saman- burðinum milli þessara tveggja hrúta voru eftirfarandi. Lömbin undan Dreka voru 1,06 kg þyngri á fæti, þau voru með 0,22 kg þyngra fall, (18,10 og 18,32 kg meðalfall) 3 mm lengri langlegg í læri, 4 mm lengra klof, og 0,06 stigum lægri einkunn að meðaltali fyrir bak, malir og læri. Þverskurðarmálin á skrokknum reyndust svipuð. Þar munaði mestu að breidd bakvöðvans í af- kvæmum Dreka var 3 mm minni. Á öllum öðrum þverskurðarmál- um var munurinn 1,0 mm eða minni. Lömbin þyngdust um 4,5 kg í kjöti á kálbeitinni. Borið var sérstaklega saman hvort mismun- ur kæmi fram í hrútunum að því er varðaði kjötgæði lamba ilndan þeim, eftir um 4 vikna kálbeit, en svo reyndist ekki vera. Ályktunin af þessum sam- anburði verður því sú, að slakur lambafaðir frá Hólum sem ekki var talinn nothæfur þar, hélt vel í við heiðursverðlaunahrút að því er fallþunga snerti og iítill munur og óraunhæfur var á kjötgæðamálum. Þéttdropóttar gærur nýjung í litaræktun. Guðbjartur telur koma babb í bátinn, þegar dropótt fé sé hreinræktað, því að „þá verða gærurnar ekki dropóttar, heldur óreglulega gráflikróttar, þannig að varla er hægt að nota þær til nokk- urs hlutar.“ Hér koma fyrir hlutir hjá Guðbjarti, sem ég skil ekki. Allt dropótta féð á Hólum er í svokall- aðri hreinrækt, því að alltaf er æxl- að saman dropóttum ám og drop- óttum hrútum. Ef annað foreldrið er af öðrum lit, t. d. svart eða mó- rautt, þá verður afkvæmið einlitt. Mér þykir líklegt, að þær gærur, sem Guðbjartur er að tala um hér, séu þéttdropóttar gærur, sem hafa komið fyrir í allmörgum tilvikum og eru alger nýjung í litum sauðfjár í heiminum. Ég hef talið þessar gærur athyglisverðari nýjung heldur en flest annað, sem fram hefur komið í rannsóknum mínum og ræktunartilraunum. Erlendir sauðfjárræktarsérfræðingar, sem hafa séð þessar gærur, hafa varla trúað sínum eigin augum, þegar þeim hefur verið sagt, að þetta væru lambsgærur og hafa talið þetta mjög eftirtektarvert fyr- irbæri. Mér er það ráðgáta, hvaðan Guðbjartur hefur fengið hug- myndir sínar um dropóttu gærurn- ar. Ummæli Guðbjarts um feldgæði röng. Þá lætur Guðbjartur mig vita, að ég hafi ekki verið að rækta feldfé á Hólum, þar sem ég hafi eingöngu verið að kynbæta litinn, en hára- lagið eða lokkunina vanti, en hún skapi feldeiginleikana. í grein í 23. tbl. Freys 1980 með heitinu: „Fjárbúið á Hólum og sérræktaðir fjárstofnar,“ gerði ég grein fyrir ræktun á arfhreinum dökkgráum fjárstofni á Hólum. Af 27 arfhreinum gráum lömbum, sem var gefin einkunn fyrir feld- gæði á feldfjárræktarnámskeiði haustið 1980 voru 10 lömb með einhverja lokkmyndun á allt að helmingi bols, og 6 lambanna voru með góða eða ágæta lokkgerð. Ummæli Guðbjarts um lokkunina eru því röng. Ég tel ástæðu til að nefna í þessu sambandi, að hinir ólíklegustu hlutir geta gerst, þegar lokklitlar gærur eru snöggklipptar. Þá getur komið fram stórfallegur lokkur, sem engan grunaði að væri til í gærunni. Klippingin hefur því áhrif, ekki síður en kynbæturnar. Þá er sömuleiðis ástæða til að benda á, að Svíar hafa keypt af okkur gráar gærur í stórum stíl í rúm 30 ár og notað þær í loðfeldi. Þar skipti lokkurinn ekki alltaf að- almáli, eins og fram kemur í grein Brynjólfs Sæmunddsonar í 20 tbl. Freys, 1980. Eins og fram kemur í greininni: „Fjárbúið á Hólum og sérræktaðir fjárstofnar," var ætlunin að pelsasúta gærurnar af arfhreinu, gráu lömbunum á Hólum, sem til féllu haustið 1980. Því miður voru þessar gærur seldar úr sláturhúsi í aðra sútunarverksmiðju heldur en þær áttu að fara í, án þess að ég vissi af, og þar með töpuðust þær úr frekari rannsóknum. Bekri frá Reykhólum á að bæta lit og auka ull og lambaþunga. Guðbjartur lætur ekki við það sitja að dæma Hólahrútana í grein sinni, heldur amast hann líka við Bekra 73 frá Reykhólum, sem kom á sæðingarstöðina í Borg- arnesi síðastliðið haust. Ég tel það ekki stórfrétt út af fyrir sig, þó að Bekri sé ekki mikið notaður á fyrsta vetri sínum á stöð. Ég vona bara, að menn felli hlutlausan dóm um afkvæmi hans og gefi þeim færi á að sýna, hvað í þeim býr, bæði sláturlömbum, ásetningshrútum og dætrum. Bekri var í afkvæmarannsókn veturinn 1975—77 og fékk kyn- bótaeinkunnina 104 fyrir þunga 27 lamba á fæti haustið 1977. Þar var hann jafn öðrum besta hrútn- um af 8 hrútum, sem fengu af- kvæmadóm það haust, og voru þrír 270 — FREYR

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.