Freyr

Volume

Freyr - 01.04.1981, Page 31

Freyr - 01.04.1981, Page 31
hrútanna á móti honum keyptir norðan úr Steingrímsfirði haustið áður. Bekri er alhvítur og hefur hlotið I. verðlaun á hrútasýningu sem einstaklingur. í fjárræktarfé- lagi Reykhólasveitar er hann með 104 í kynbótaeinkunn fyrir 171 lamb og 99 í kynbótaeinkunn fyrir 37 afurðaár dætra. Reykhólaféð er mjög ullarmikið og von er til, að Bekri auki ullar- magn. Árið 1980 voru 234 ær á Reykhólum, tveggja vetra og eldri, með 3,4 kg ullar að meðaltali sam- kvæmt fjárræktarfélagsskýrslu. Gærur af Reykhólalömbunum voru sérsútaðar haustið 1980 og þóttu sérstaklega góðar bæði að lit, hárafari, stærð og skinngæðum. Einkum var tekið fram um þær, hve lítill tvískinnungur væri í þeim. Alhvíta féð ekki eins lágfætt, en eðlisgott að mörgu leyti. Guðbjartur spyr, hvort ég geti út- vegað sæðingastöðvunum alhvíta hrúta með jafngóða byggingu og núverandi sæðingastöðvahrúta og jafneftirsótta. Svar mitt er það, að ég get ekki útvegað jafnlágfætta alhvíta hrúta og nú eru á sæðingastöðvunum, en ég hygg að ég treysti mér til að útvega hrúta, sem gefa fullt eins væn lömb, fullt eins góðar dætur og afkvæmi með miklu meiri og betri ull og betri gærur heldur en nú- verandi sæðingahrútar gefa. Vinsældir sæðingahrúta treysti ég mér ekki til að ábyrgjast. Pær fara mjög eftir áliti héraðsráðu- nauta og áhrifamikilla fjárbænda á hrútunum. Ég hef gerst langorður í svörum mínum til Guðbjarts, og veldur þar mestu, að bændur landsins eiga kröfu á að fá sem gleggst að vita í hverju fjárræktarstarfsemin á Hólum er fólgin og hver árangur- inn af henni er. Mér þykir leitt, að til þessarar ritdeilu skuli hafa komið milli mín og Guðbjarts, en hana má rekja til ummæla hans um Hólahrútana í 19. tbl. Freys, 1980. Ég sé líka, að ég hef gert Guðbjarti rangt til með því að láta honum skiljast, að við hann sé átt þar sem nefndur er „sleggjudómur að- komumannsins, sem allt getur for- dæmt án þess að spyrja.“ Guðbjartur virðist hafa gert sér far um að spyrjast fyrir um Hóla- féð, en hann hefur sýnilega verið óheppinn með heimildarmenn. Svörin sem hann hefur fengið, hafa ýmist verið villandi eða röng, og því er ekki að furða, þó að álykt- anirnar, sem hann dró af svörun- um, standist illa. FREYR — 271

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.