Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.1981, Side 36

Freyr - 01.04.1981, Side 36
Skrjáf í skræðum Túristi lýsir Akureyri 1881. Sjúkrahús án sjúklings. Tukthús án fanga. Veturinn 1880—1881 vareinhver hinn harðasti, sem komið hefur á síðari tímum. Hafís lá við landið langt fram á sumar, sem var eindæma kalt og gróðurlítið. Þetta sumar, fyrir réttum hundrað árum, ferðuðust þrír enskir túristar um landið þvert og endilangt. Fyrirliði þeirra var John Coles, ævintýra- maður hinn mesti og hafði borist víða um heim, áður en hann lagði leið sína hingað. Hann skrifaði bók um íslands- ferð sína og þeirra félaga. Lætur hann yfirleitt vel af ferðinni og ber íslendingum vel söguna, áttu þeir þó ekki hægt með að taka á móti framandi gestum eins og á stóð. Hér skal gripið ofan í frásögn Co- les af Akureyri: „Næsta hús við gistihúsið var spítalinn, en það voru engir sjúk- lingar í honum, og gæslukonan var svo elskuleg að lofa mér að fara í heitt bað fyrir sanngjarna þóknun. í fangelsinu var eins ástatt og á spítalanum: þar var enginn fangi, enginn maður nema fangavörð- urinn, undir sama þaki og fangelsið var einnig dómsalur, bókasafn og fundarsalur. Húsið var á stærð við meðalstórt, tíu herbergja sveitasetur á Engalandi. í þeim hlutanum, sem ætlaður var brotamönnum, voru fjórir klefar og virtist ekkert til sparað að vel gæti farið um fangana, í hverjum klefa var hengirúm, borð og stóll, og vel virtist séð fyrir upphitun. Þetta voru í sannleika hreinar hallir í samanburði við flesta sveitabæi. Maturinn var hið eina, sem vistmenn í fangelsinu á Akureyri gátu kvartað yfir, hann var ekki annað en vatn og brauð. Ef ekki væri þessi einhæfi kostur, mundu slæpingjar bæjarins naumast getað fengið betri samastað, og það því fremur sem fangar eru ekki látnir vinna. Dómsalurinn er jafnframt bóka- safn, sem hefur að geyma mörg hundruð bindi, þeirra á meðal mörg bindi af skýrslum American Societes. Enda þótt iðnaðarmenn í öllum greinum séu á Akureyri, eru þar engin sérstök verkstæði eins og gerist í Englandi. Kaupmenn reka verslun sína í skálum, sem líkjast hlöðum, og fæst þar næstum allt milli himins og jarðar, og iðnað- armenn stunda iðju sína heima hjá sér án þess að nokkur ytri merki eða skilti gefi til kynna, hvar til- tekinn iðnaðarmann sé að finna. Á meðan á dvöl okkar stóð voru bæjarbúar önnum kafnir að flytja heim mó til vetrarins á klyfjahest- um. Gistihúsið, sem við bjuggum í, var hreint og vistlegt. Niðri var knattborðsstofa, en uppi fjögur svefnherbergi. — Þrifnaður var þarna í besta lagi, hið eina, sem bagaði mig, voru rúmin, sem voru aðeins fjögur og hálft fet á Iengd.“ Hefur tunglið áhríf á fyrsta beiðsli hjá kvígum? Nýlega rannsökuðu vísindamenn í búfjárrannsóknastöðinni í Shinfi- eld við Reading í Englandi hvað helst hafi áhrif á fyrsta beiðsli hjá 57 kvígum af frísneska kyninu. Pað kom í ljós að kvígur, sem voru fæddar eftir að dag fór að lengja (eða frá sólhvörfum til sólstaða) urðu kynþroska tveimur mánuð- um fyrr en þær sem fæddust eftir að dag tók að stytta (frá sumarsól- stöðum til vetrarsólhvarfa.) Þungi kvíganna á fæti, þegar þær voru misserisgamlar (182 daga), hafði líka greinileg áhrif og einnig það hvernig stóð á tungli við fyrsta beiðsli. Kvígurnarbeiddu oftast og héldu oftast (fyrsta beiðsli og fyrsta fang) á fjórum greinilegum tímabilum með sjö daga millibili í tunglmánuðinum. Þessi fylgni milli fangs og tunglstöðu virtist minnka eftir því sem þær voru sæddar oftar (ef þær beiddu upp). Einnig voru tengsl milli fjölda sæðinga, sem endurspegluðu öll hugsanleg beiðsli, og tunglstöðu. Þessi áhrif frá tunglinu virðast koma fram í kvígunni í sjö daga beiðslis- skeiðum, sem eru tímasett með tunglfyllingu. Úr Animal Production No. 31, 1980. 276 — FREYR

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.