Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.1981, Side 19

Freyr - 01.06.1981, Side 19
LAXAGENGD OG VEIÐIÁLAG í ELLIÐÁNUM 1935-1976. Samhengi heildarlaxagöngu og veiðiálags í Elliðaánum árin 1935—1976. Pvístœrri sem laxugangan er íána, þeim mun minna veiðist af henni hlutfallslega. Sveiflur í laxagöngum eru þess vegna meiri en sveiflur í afla. (Byggl á Mundy o. fl., 1978) Nákvæmar skýrslur um veiði í þessum ám eru til allt frá árinu 1956, ásamt þyngdardreifingu og kynjaskiptingu aflans. Sé þyngd laxins þekkt, er með talsverðu ör- yggi hægt að geta sér til um sjáv- araldur, án þess að rannsaka hreistrið. Hlutfall hængaoghrygna er mjög mismunandi í einstökum ám og milli ára. Ekki er vitað nákvæmlega hve stór hluti laxa- göngunnar veiðist hverju sinni. Pað hlutfall er sjálfsagt breytilegt milli einstakra ára, enþað er einnig háð stærð göngunnar í hverri á fyrir sig. Mynd 3 er byggð á upplýsing- um úr Elliðaánum, árin 1935— 1976. (Mundy o. fl. 1978) Meðal- veiðiálag tímabilsins er um 37%, en myndin sýnir einnig að hlutfalls- lega meira veiðist þegar göngur eru litlar og öfugt. Þetta er ekki óeðli- legt, því sókn er svipuð frá ári til árs, óháð stærð laxagöngunnar. í okkar rannsókn var gert ráð fyrir 33% veiðiálagi í ánum öll árin. Fjöldi móðurfiska og nýliða var reiknaður út frá veiðinni í samræmi við það. Móðurfiskur (P/2) var mældur í fjölda hrygna tveggja ára úr sjó og eldri, og sú regla viðhöfð að láta tvær hrygnur 1 árs úr sjó gilda sem eina tveggja ára. Þetta er gert til samræmis, vegna þess að fjöldi hrogna er mjög háður stærð fisksins. Par sem hlutfall hænga og hrygna er mjög misjafnt, þótti rétt að nota hrygnufjölda sem mæli- kvarða á stærð hrygningarstofns- ins. Fjöldi nýliða er mældur sem heildarganga úr sjó. Við útreikning á fjölda nýliða var gert ráð fyrir að helmingur hrogna yrði gönguseiði á þrem sumrum og helmingur á fjórum, þannig að nýliðar úr hrogni sem hrygnt er haustið n, skili sér 50% sem eins árs lax úr sjó árið n+5 og 50% sem eins árs lax úr sjó árið n+6, sömuleiðis að 50% tveggja ára laxa úr sjó árið n+6 og 50% tveggja ára laxa úr sjó árið n+7 hafi verið hrogn árið n. M. ö. o. laxar heimtast úr sjó 5, 6 og 7 árum eftir að hrygning þeirra fór fram. Við útreikning á skiptingu aflans í 1 og 2 ára lax úr sjó, var viðhöfð sú regla að lax allt að 7 pundum (1 pund = 500 gr) taldist 1 árs úr sjó og lax 7,5— 14 pund tveggja ára úr sjó. Þyngri laxar voru ekki reikn- aðir með nýliðum, enda fáir, en hrygnur 14,5 pund eða meira voru þó taldar sem móðurfiskar. Niðurstöður Niðurstöður eru sýndar í myndum 4—8. Staðsetning hvers punktar miðað vð lárétta ásinn sýnir stærð hrygningarstofnsins ákveðið ár og lóðrétta staðsetningin sýnir hve margir laxar gengu í ána síðar úr FREYR — 419

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.