Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1981, Síða 25

Freyr - 01.06.1981, Síða 25
Einar Hannesson Laxveiðin 1980 Laxveiðin 1980 hér á landi varð alls 52 137 laxar að heildarþunga 248 492 kg, samkvæmt upplýsingum Veiði- málastofnunar. Erþetta 19% minni veiði en meðaltaláranna 1970—1979 og verður árið 1980 11. í röð bestu laxveiðiára hérlendis, en erþó 28% betra en mesta veiðiárið fyrir 1970. Hlutur stangveiði í lieildarveiði var 58% og er það lægra hlutfall en um langt árabil. Hafbeitarstöðvarnar áttu 6% í veiðinni eða 3 138 laxa og hitt fékkst í netin eða 36%. Meðalþyngd á laxi að þessu sinni var ákaflega góð eða 9.6 pd, en það er hæsta meðalþyngd sem um getur. Meðalþyngdin í einstökum kjördæmum var mest á Norður- landi eystra eða 11.4 pd og hvað einstakar ár varðar, hæst í Laxá í Aðaldal eða 12.4 pd. Vatnsdalsá í Húnavatnssýslu fylgir fast á eftir Laxá með 12.3 pd meðalþyngd á laxi. Þriðjungur ánna var með lax að meðalþyngd 10 pd eða hærri. Netaveiðin var yfirleitt góð og mun betri hlutfallslega en stang- veiðin, en misjöfn eftir veiðijörð- um og gildir það fyrst og fremst um Ölfusár-Hvítársvæðið, annað að- alnetasvæði landsins, hitt er Hvítá í Borgarfirði. Á fyrrnefnda svæðinu var óvenjulegt ástand í vatns- rennsli ánna, eins og minnisstætt er, og olli hinn mikli leirframburð- ur úr Hagavatni hægari göngu laxins upp árnar en venja er, og virtist laxinn stöðvast um tíma á neðstu svæðunum. Stangveiðin var ærið misjöfn eftir ám en það á sínar skýringar. í árnar gekk töluvert af vænum laxi, en hins vegar kom mun minna af smálaxi en venja er. Þannig var hlutdeild ársfisks úr sjó, 4—6 pd að þyngd, 28%, en meðaltal árs- fisks 10 síðustu ára þar áður var 55%. Skort á smærri fiskinum má vafalaust rekja til hins kalda veðurfars 1979. Þá olli lág vatns- staða í ám víða veiðitregðu. Léleg veiði yfirleitt í ám þar sem 4—6 pd fisks gætir mest í aflanum, en árnar með vænni fisk skiluðu hins vegar yfirleitt góðri veiði. Hæsta stangveiðiáin að þessu sinni var Laxá í Aðaldal með 2 324 laxa að meðalþyngd 12.4 pd, önn- ur í röðinni var Þverá í Borgarfirði, en þar veiddust 1 938 laxar að meðalþyngd 9.8 pd. Þriðja hæsta áin var Miðfjarðará í Húnavatns- sýslu og fengust þar 1 7141axar, en meðalþyngd var 10.3 pd, en fjórða var Norðurá í Borgarfirði með 1 583 laxa að meðalþyngd 7.6 pd og fimmta áin var Víðidalsá og Fitjaá í Húnavatnssýslu, en þar komu á land 1 423 laxar að með- alþyngd 11.6 pd. Á vatnasvæði Hvítár í Borgar- firði veiddust alls 11 325 laxar sem er 21% lakari veiði en meðaltal áranna 1970—79. Hlutdeild net- anna í veiðinni var 52%. Stang- veiðin 48%. Stangveiðin var hins vegar 30% lakari en fyrrgreint meðaltal. Á Ölfusár-Hvítársvæðinu fengust alls 11 662 laxar og var hlutur net- anna í þeirri veiði 94%. Stang- veiðin brást alveg í Ölfusá og að mestu í Hvítá og bergvatnsárnar gáfu lakari veiði en um langt skeið. I hafbeitarstöðvarnar komu alls 3 138 laxar. í Kollafjarðarstöðina gengu úr sjó 2 580 laxar, í Lárós- stöðina komu um 400 laxar, 120 laxar komu í fiskhaldsstöðina í Botni í Súgandafirði og tæplega 40 laxar úr hafbeitartilraun skiluðu sér í Fossá í Skagafirði. Laxveiði á íslandi eftir kjördæmum 1980 Fjöldi Pyngd Meðalþyngd Nei Stöng Kjördæmi: laxa kg kg % fjöldi fjöldi Reykjanes .................... 5 025 15 199 3.0 9.6 2 581 2 444 Vesturland ................... 17 237 67 007 3.9 33.0 6 363 10 874 Vestfirðir ........................... 1 557 17 129 4.6 3.0 153 1 404 Norðurland vestra .................... 8 062 42 862 5.3 15.5 376 7 686 Norðurland eystra .................... 5 306 30 212 5.7 10.2 258 5 048 Austurland ........................... 1 718 8 997 5.2 3.3 20 1 698 Suðurland .................... 13 232 67 086 5.0 25.4 12 379 853 52 137 248 492 4.8 100.0 22 130 30 007 42% 58% FREYR — 425

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.