Freyr

Volume

Freyr - 01.06.1981, Page 26

Freyr - 01.06.1981, Page 26
Gæsabúskapur Viðtal við Karl Sveinsson, Hvannstóði, Borgarfirði eystra. Fyrir nokkru bárust Frey tilmæli um að blaðið segði frá gæsabúskap sem stundaður er á Borgarfirði eystra. Frétta- maður blaðsins fór fram á það við annan þeirra sem stunda þennan búskap þar í sveit, Karl Sveinsson, að korría á skrif- stofu Freys, þegar hann væri staddur í Reykjavík og segja frá reynslu sinni og varð hann fúslega við því. Karl Sveinsson að segja frá gœsabúskap sínum. Hvernig fékksi þú hugmynd að gcesaeldi? Ég sá þetta fyrst hjá Andrési Filippussyni á Dvergasteini í Seyðisfirði, en hann hefurstundaö þessa búgrein í ein 6 til 8 ár. Ég fékk 10 unga frá honum vorið 1977. Þessar gæsir eru af sérstök- um aligæsastofni. Færeru stærri en grágæsir og hvítar eða gráflekkótt- ar á lit. Ég veit ekki, hvernig þær eru upphaflega kornnar til landsins. Parf að vœngstýfa þœr? Já, en ég gerði það ekki fyrst og þá flugu þær út um allt og ég rnissti þrjár. Nóg er að klippa af öðrum vængnum seinni hluta sumars. Það er ekki hægt að gera þetta á ung- unum fyrr en þeir eru 10 vikna. Hvað gefur þú þeim? Ég gef þeim holdakjúklingafóð- ur fyrst á vorin og þaö fara ca. 5. kg á unga til að koma honum á beit. Síðan eru gæsirnar á beit, fyrst á túni, síðan á úthaga mest af sunir- inu en á haustin aftur á há. Ég reyndi líka að beita þeim á fóður- kál s. 1. haust. Þær höfðu góða lyst á því, en það komu frost og snjóar svo snemma að kálið nýttist þeint illa. Áður en þeint er lógað, er þeint svo gefið blandað hænsnakorn til að fita þær. Þá þarf u. þ. b. 12 kg á fugl til að gera hann feitan og auka þroska hans til að fiðrið jafni sig. Sláturfuglinum er lógað í októ- ber—nóvember, 5—6 mánaða gömlum, en ásetningsfuglar eru teknir á hús í október og gefið blandað hænsnakorn og gras- kögglar. Ég ætla að prófa að gefa þeim vothey í vetur. Hvert þarf að vera hlutfall karl- fugls og kvenfugls í lijörðinni? Það er ágætt að hafa einn stegg með fjórum til fimm kollum og sennilega er best að hafa hvern hóp út af fyrir sig. Gæsirnar byrja að verpa um miðjan niars og nokkru áður eða í marsbyrjun þarf að bæta við þær fóðri. Þá gef ég þeim útungunar- fóður eins og þær vilja og þær éta þá ca 480 g á dag hver fugl. Hver kolla verpir ca 25—35 eggjum og eggjunum er ungað út í vélum. Við tínum eggin undan fuglunum dag- lega og söfnum þeim saman og setjum í útungunarvélarnaráca 10 daga fresti. Með því að geyma þau í ca 6—8 C° hita, þágerirþað þeini ekkert til að bíða í nokkra daga, ef þau eru ekki farin að kvikna áður. Hvað eru eggin lengi að ungast út? Unt það bil 28 daga. Ég skyggni eggin eftir ca 5 daga. Þá sé ég hver eru frjó og það hafa verið um 60% eggjanna. Síðan gefa 60—70% af frjóum eggjum unga. Þannig þvkir manni gott að fá unga úr þriðja hverju eggi. Þeir ungar, sem koma úr eggi, þurfa að komast út undir bert loft áður en þeir eru orðnir hálfs nián- aðar gantlir. Annars fara að konta fram í þeim skortseinkenni og þeir drepast. Vorið 1979 kom afar 426 — FREYR

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.