Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.06.1981, Qupperneq 34

Freyr - 01.06.1981, Qupperneq 34
að bændur fái fullt verð fyrir fram- leiðslu sína á yfirstandandi verð- lagsári. Staða mjólkurframleiðslunnar. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs var mjólkurframleiðslan 12,7% minni en sömu mánuði árið áður. Á tímabilinu 1. sept. 1980 til 31. mars 1981 varframleiðslan 13,7% minni en ári áður. Birgðir smjörs hinn 31. mars sl. voru 578 tonn, sem er 56,8% minna en á sama tíma árið áður. Birgðir osts voru 391 tonn hinn 31. mars sl. og höfðu minnkað urn 42,6% á sama tíma. Kúasæðingar árin 1979—1980. Fjöldi fyrstu sæðinga kúa árið 1979 var 30.690 en árið 1980voru þær 29.166 og fækkaði því um 1524. Eftirtektarvert er, hve sæð- ingar hafa jafnast á mánuði árið 1980 miðað við árið 1979. Þannig voru 18,2% sæðinga ársins 1979 gerðarí júlímánuði, en 15,5% íjúlí 1980. Fæstarsæðingarvoruíoktó- ber 1979 eða 3,6% en 5,2% í október 1980. Breytingar aðra mánuði eru hliðstæðar. „Veiði og vötn“ Fyrir skömmu kom út annað hefti af ritinu „Vötn og veiði“. Útgef- andi er Landssamband veiðifélaga en Hinrik A. Þórðarson annaðist ritstjórn. í fyrra hefti er skrá um veiðivötn á Suður- og Vesturlandi. í síðara heftinu eru tekin fyrir 45 veiðivötn á svæðinu frá norðan- verðu Snæfellsnesi, um Arnar- vatnsheiði, Dalasýslu, Vestfirði, Húnavatns- ogSkagafjarðarsýslur. Á hverri blaðsíðu er að finna upplýsingar um eitt vatn, þar er einnig birtur uppdráttur af vatn- inu. Getið er um stærð vatnsins, hvaða veiðimöguleikar eru, hvar fást veiðileyfi og oft er getið um hvaða verð var á leyfum fyrir einn dag á síðastliðnu ári. Þá ergetið um gistiaðstöðu, sem getur verið veiðihús, hótei eða tjaldsvæði. Fyrir áhugafólk sem gaman hefur að renna fyrir silung, þá eru þetta mjög gagnlegir bæklingar. Þeir eru seldir í flestum bókaverslunum landsins. Það er hægt að panta bækiingana á skrifstofu Lands- sambands veiðifélaga í Bændahöll- inni, sími þar er 15528. Hrosshár Búvörudeild SÍS hefur í nokkur ár flutt úr hrosshár til Þýskalands, sem einkunt er notað við pensla- gerð. Eftirspurn virðist nú vera að aukast því að óskir hafa borist um meira magn erlendis frá en verið hefur. Sambandsfréttir. Bændaorlof á Hvanneyri Sumarið 1980 var í fyrsta sinn efnt til bændaorlofsvikna á Hvanneyri. Þessar orlofsvikur, sem voru tvær, þóttu velheppnaðar og því áformað að taka þráðinn upp að nýju í sumar vikurnar 21.—27. júní og 16.—22. ágúst. Verði mikil þátttaka er unnt að bæta þriðju orlofsdvölinni við í ágúst. Dagskrá orlofsvikunnar mótast af áhuga dvalargesta en skólanum þykir rétt að gera eftirfarandi tillögur: Sunnudagur: Mánudagur: Þriðjudagur: Þriðjudagur: Miðvikudagur: Fimmtudagur: Fimmtudagur: Föstudagur: Laugardagur: Mæting fyrir kvöldverð kl. 1900. 9°o—12oo Hvanneyri skoðuð. Bútækni. Hópferð. Búfjárrækt. Jarðrækt. Hópferð. Heimsókn frá Stéttarsambandi bænda. Brottför eftir morgunverð. _ 900_1200 1330—1900 goo_Í200 900_12°o noo—ígoo D valarkostnaður á þátttakanda er áætlaður kr. 1.400 og er þá innifalið fullt fæði, gisting á 2ja manna herbergjum með uppbúnum rúmum og ferðakostnaður í hópferðum. Börn fá 40% afslátt. í hópferðunum verður farið um sögustaði í Borgarfirði, heimsótt fyrirtæki og skoðuð bændabýli. Frekari upplýsingar fást í síma 93-7000 og þar er einnig tekið á móti pöntununr. Míignús B. Jónsson, skólastjórí. 434 — FREYR

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.