Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1981, Blaðsíða 35

Freyr - 01.06.1981, Blaðsíða 35
Rósberg G. Snædal: Skrjáf í skræðum Blásnauður guðsmaður Porkell Ólafsson (biskups Gísla- sonar í Skálholti) var lengi dóm- kirkjuprestur á Hólum, einnig stiftprófastur og gegndi starfi bisk- ups eftir að Sigurður Stefánsson, síðasti kjörni Hólabiskupinn lést, 20. maí 1798, þar til stóllinn var lagður niður með konungsbréfi frá 2. okt. 1801. Séra Þorkell söng yfir moldum tveggja Hólabiskupa, þeirra Sigurðar Stefánssonar og Jóns Teitssonar. Þorkell sagði af sér stiftprófastsembætti 1808. Var þá staðurinn mjög niðurníddur og séra Þorkell lifði við sult og seyru næstu árin. Segir svo í Annál 19. aldar: „Þorkell stiftprófastur á Hólum var bersnauður orðinn. Hafði hann þá oftast lifað mjög einmana og í einhýsi í nýju timbur- stofunni á Hólum í mörg ár við hið mesta munaðarleysi og stundum skarpan kost. Oftar en sjaldnar er sagt það hafi borið við, að hann hefði eigi annað til miðdegisverðar en eldhúsreyktan hákarl, er hann keypti blautan, og það af svo skornum skammti, að 5 lóð sagðist hann ætla sér í mál, og sagði sællífi ef hann hefði brauðbita með. (32 lóð = 1 pund. Séra Þorkell hefur því borðað sem næst 80 gr. í mál.) Eftirlaun fengust engin. Var þá í tilgátum og eigi annað sjáanlegt en þessi góði öldungur mundi veslast upp af harðrétti og annarri vesöld. Þótti nú ævi hans mjög breytt og umhugsunarverð. Hörmuðu það margir. — Var þá í ráðagjörð, að þeir fáu, er skást voru megnandi af prestum, lögðu saman í einhvern Iítinn forða handa honum, en það lenti við ráðagjörðina eina saman.“ Þorkell sagði af sér prests- embættinu árið 1816. Þá hafði amtmaðurinn á Möðruvöllum klagað hann og borið þungum sökum fyrir embættisafglöp og vanrækslu í barnauppfræðslu í bréfi til biskupsins yfir íslandi, hr. Geirs Vídalín. Eftir að séra Þorkell hafði sagt af sér öllum embættum, miskunnaði kóngurinn sig yfir hann og lét hann fá 50 ríkisdali á ári í eftirlaun. Þorkell dó á Hólum 29. jan. 1820, 82 ára að aldri. Séra Þorkell var giftur Ingigerði Sveinsdóttur (lögmanns Sölvason- ar). Þegar þau gengu í það heilaga, var þessi staka gerð: Síra Þorkell sér við hlið setur Ingigerði. Hann á betra heldr en við, honum gott af verði. En séra Þorkell naut hennar víst skammt. Hún mun hafa dáið ung. Einn son áttu þau amk., Sölva, er prestur var í Hofsstaðaþingum í Skagafirði, d. 1850. Hann bjó á Hjaltastöðum og Hjaltastaðakoti í Blönduhlíð, en var þó oft aðeins í húsmennsku. Þótti búmaður lítill. Heimildir: Annáll 19. aldar og Biskupasögur. R. G. Sn. »1 v) kiiniwylL -J islt'inki fódurblöndmi k({Ugliiii iirrals kjetrufóóur FÓÐUR fóðriÓ sem bœndur treysta EIGUM ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI: MELASSAKLÍÐ Góð vörn gegn súrdoða. KÖGGLAÐ MAGNÍUMSALT Dregur úr hættu á grasdoða. FÓÐURGER Mjög auðugt af B-vítamíni. MIKRO D Alhliða steinefnablanda - köggluð. MIKRO F Fosfórrík steinefnablanda - köggluð. h MJOLKURFELAG REYKJAVf KUR Laugavegi 164. Simi 11125. Sundahöfn Sími 822 25 FREYR — 435

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.